Monthly Archives: júní 2010

Eksil eftir Jakob Ejersbo

Það er ekki ofsagt að svokallaður ,,Afríkuþríleikur“ danska rithöfundarins Jakobs Ejersbo hafi verið tolk-of-ðe-tán hér í Danmörku undanfarin misseri. Ejersbo féll sjálfur frá í baráttunni í krabbamein, einungis tæplega fertugur, áður en þríleikurinn kom út en síðustu mánuðina vissi hann að hverju stefndi og lagði því nótt við nýtan dag við það að koma verkinu í heild frá sér og leggja svo drög að því að það kæmi út í þremur hlutum með stuttu millibili.

Bækurnar eru nú alla komnar út og hafa undanfarin misseri, allar þrjár, setið sem fastast á danska topp-tíu listanum yfir best seldu skáldverk landsins. Lesa meira

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Atómstöðin eftir Halldór Laxness

Það hefur verið lenska að tala niður Atómstöð Halldórs Laxness og sú bók er ansi oft tilnefnd þegar fólk er beðið um að nefna flopp á hans höfundarferli.

Ég las Atómstöðina einhvern tíma frekar seint í Laxness-maraþoninu mínu sem ég tók sirka 18-19 ára þegar ég olnbogaði mig í gegnum alla burðarstólpana í hans höfundarverki. Man ekki nákvæmlega hvað mér fannst þá en mig minnir að mér hafi ekki þótt hún eiga neitt í bestu verkin.

Ég er svo sem enn á sama máli nú eftir að hafa hlustað á höfundinn lesa Atómstöðina í útgáfu sem RÚV var svo vænt að leggja út á podcastið sitt, hlustendum sínum til ánægju og yndisauka (vona að það liggi þar enn svo fólk geti hlustað). Lesa meira

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Det forsvundne tegn eftir Dan Brown

Auðvitað var nýjasta bókin hans Dans Brown alveg hreint hundleiðinleg. Ég vissi það raunar fyrir. Samt þræddi ég mig í gegnum þessi leiðindi og píndist, held ég, meira en sögupersónurnar sem sumar hverjar þurftu þó að sjá á eftir handlegg og lenda í öðru álíka óskemmtilegu. Held að þetta sé svona svipuð tilfinning og þegar maður asnast á lélega mynd í bíó, engist um af leiðindum en þrjóskast til að klára hana af því að maður er byrjaður. Ekki lógískt, vissulega ekki. En samt gerir maður þetta stundum.

Dan Brown er ekkert lélegri en margir aðrir spennusagnahöfundar. Og hafi maður virkilega áhuga á að hlusta á samansuðu hans til enda um einhver hrikalega óspennandi frímúraratákn, þá má vera að þetta henti einhverjum. En þetta er laaangdregið, húmorslaust, lélegt og – var ég búinn að segja það? – leiðinlegt.

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur