Dutch: A memoir of Ronald Reagan eftir Edmund Morris (stytt útgáfa)

Gaman var að hlýða á þessa mjög svo styttu útgáfu af ævisögu Ronalds Reagans. Yfirleitt er ég mótfallinn slíkum styttingum en í þessu tilviki var hún ágætlega þegin enda algjör óþarfi að þræla öllu lífshlaupi forsetans í smáatriðum í gegnum hlustir sínar.

Það var stiklað á stóru, allt frá því að hann var hönk í starfi strandvarðar, til þess þegar að hann varð kvikmyndastjarna og svo að lokum til þess tíma þegar að hann gerðist stjórnmálamaður – fyrst ríkisstjóri í Kaliforníu og síðan forseti Bandaríkjanna.

Ronald Reagan birtist í þessari bók sem mjög svona söksessfúl gaur. Hann er hluti af fallega fólkinu sem gengur alltaf allt í haginn, fær bestu einkunn á öllum prófum og deitar sætustu stelpurnar. Með öðrum orðum, óþolandi gerpi.

Skemmtilegast var auðvitað að hlusta á kaflana um forsetatíð hans og þá sérstaklega hvernig kalda stríðið stigmagnaðist eftir að hann kom til valda og náði ákveðnum hápunkti 1983 sem sumir hafa síðan nefnt hápunkt alls kalda stríðsins og þann tíma, að Kúbudeilunni hugsanlega undanskilinni, þar sem heimurinn komst næst þriðju heimstyrjöldinni. Samkvæmt þessari bók var hún mun nær en flestir gerðu sér grein fyrir.

Annað enn þá skemmtilegra í forsetahlutanum er hins vegar kaflinn um leiðtogafundinn í Höfða en svo skemmtilega vill til að hann virðist vera óstyttur í þessari hljóðbókarútgáfu. Það kom mér á óvart hversu mikilvægur hann var talinn og hversu mat manna á honum var mikið sem algjörs lykilviðburðar í endalokum kalda stríðsins. Mér hafði hingað til verið talið trú um að þessi fundur hefði verið hálfmislukkaður.

Dutch er því áhugaverð bók um mann sem ég ber þó afar takmarkaða virðingu fyrir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s