Reykjavík – vaxtarbroddur eftir Trausta Valsson

Bók sem ég byrjaði að glugga í síðasta sumar og lauk svo við núna um daginn þegar að ég sá hana aftur á sama stað uppi í bókahillu uppi á Íslandi.

Reykjavík – vaxtarbroddur er skipulagssaga Reykjavíkurborgar – sú eina sem út hefur komið, að því er ég best veit. Bókin kom út 1986 en hefur farið furðu lágt síðan miðað við hversu merkileg hún er í raun og fyrir það hversu fagleg sjónarmið koma fram í henni sem jafnframt eru óþreytandi að benda á allt það endemisklúður sem skipulag Reykjavíkur er frá upphafi til enda. Segja má að bókin sé eitt alls herjar diss á reykvísk yfirvöld á 20. öld þar sem borgaryfirvöld (sjálfstæðismenn utan fjögurra ára) hafa nánast alltaf tekið kolrangar ákvarðanir.
Helst deilir Trausti á dreifðu byggðina upp um holt og hóla í stað þéttrar borgarbyggðar sem ollu því – og valda enn – að kostnaður við samgöngur, lagnakerfi og annað slíkt verður skýjum ofar því sem hann hefði orðið ef eðlilega hefði verið staðið að málum. Þá er óminnst á það borgarsamfélag sem forgörðum fer vegna þessa sveitaskipulags þar sem hver og einn borgarbúi fær sitt óðal með túni í kring.

Trausti birtir líka allar þær tillögur að útliti borgarinnar hér og þar sem uppi voru á sínum tíma. Framan af öld eru þær oft stórbrotnar og góðar en þegar líður á öldina verða þær skelfilegri og skelfilegri. Hryllilegastar eru þær á sjöunda áratugnum þegar að tillögur um niðurrif alls grjótaþorpsins fyrir steinstepykumbalda í anda Morgunblaðshallarinnar þóttu bara alls ekki svo galnar og ekki heldur niðurrif allrar Torfunnar að Stjórnarráðinu og jafnvel gamla MR meðtöldum!

Sumar borgir eins og Stokkhólmur, hleyptu þessari skelfilegu stefnu í framkvæmd og niðurstaðan í dag er eitt skelfilegasta umhverfishryðjuverk sem sést hefur í borgarlandslagi: Sergels torg og umhverfið í kringum það. Til allrar hamingju gekk þetta ekki eftir í Reykjavík og því ber ekki að þakka hyggnum borgaryfirvöldum heldur hópi ungs fólks á áttunda áratugnum sem stóð vörð um gömlu húsin.

Reykjavík – vaxtarbroddur er bók sem alls ekki á skilið að falla í gleymsku. Ég hvet allt fólk sem áhuga hefur á bættri borgarmenningu (já, eða tilkomu borgarmenningar yfirhöfuð) í Reykjavík til þess að ná sér í þessa bók á næsta bókasafni því að hún er varla fáanleg nema kannski þá á fornbókasölum.

Einnig væri ástæða til að hvetja Tryggva til þess að setjast aftur niður nú tuttugu árum síðar og gefa stúdíur sínar út aftur í endurskoðaðri útgáfu þar sem síðustu tuttugu ár eru líka tekin með í reikninginn.

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under íslenskar bókmenntir, fræðibækur

2 responses to “Reykjavík – vaxtarbroddur eftir Trausta Valsson

  1. Þakka mjög glögga umfjöllun um bók mína Reykjavík – vaxtarbrodd. Já, hún gefin út 1986 og löngu uppseld. 2002 gaf ég út 480 síðna bók Skipulag byggðar á Íslandi. Þar er löng endurskoðuð umfjöllun um skipulag í Reykjavík. Planning in Iceland er ensk útgáfa. Bók mín Borg og náttúra, fjallar einnig að mestu leiti um skipulagið í Reykjavík. Þessar bækur fást orðið á mjög lækkuðu verði í Eymundsson Kringlu og Austurstræti, og í Iðu.

    • Sæll Trausti.

      Þakka þér sömuleiðis fyrir athugasemdina. Gaman að heyra að uppfærðar útgáfur af þessari stórmerku bók séu til, það vissi ég ekki. Verð greinilega að kynna mér efnið í næstu Íslandsferð minni. Bestu kveðjur,
      Sigurður

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s