Vetrarborgin eftir Arnald Indriðason

Ein af þeim lestrarhefðum sem ég held hvað fastast í er að renna mér árlega í gegnum nýjasta krimmann hans Arnaldar Indriðasonar. Ég kvikaði ekki frá þeirri reglu minni nú meðan á Íslandsdvölinni stóð í júní og varð mér út um Vetrarborgina frá því úr síðasta jólabókaflóði.

Skemmst frá að segja er Vetrarborgin í flokki slappari bóka eftir Arnald. Ég hálfpartinn kláraði hana af skyldurækni og hlakkaði til að fara að snúa mér að einhverju öðru meira gefandi lesefni. Hugsaði í leiðinni til þeirrar póstmódernísku tísku sem undanfarið hefur geisað, einkum í hugvísindum, sem miðar meðal annars að því að jafna saman því sem áður hafði verið greint í flokkana hámenning og lágmenning. Glæpasögur eftir formúlu, eins og Arnaldarsögurnar eru, voru þar klárlega lágmenning áður en póstmóderníska endurskoðunin hófst.

Mér finnst eiginlega hálfpartinn kominn tími til að ljúka þessum fræðilega leik þar sem allt saman á að vera jafnmerkilegt og viðurkenna þess í stað aftur að sumt er merkilegt og annað síður merkilegt og þannig er það bara. Sögur Arnaldar snúast til dæmis um lítið annað en bara svona ,,og svo gerðist þetta, og svo gerðist þetta“. Lítið meira á bakvið og allt fremur flatt. Sögurnar þjóna reyndar ágætis hlutverki sem þokkalegasta afþreying en mikið er nú margt merkilegra og skemmtilegra en Vetrarborgin.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s