Vindens skugga eftir Caros Ruiz Zafon

Ég spyr mig sömu spurningar eftir hlustun á Skugga vindsins og ég gerði þegar að ég þrælaði mér í gegnum hlustun á fyrstu Harry Potter-bókunum tveimur: Hvað í ósköpunum finnst öllum svona merkilegt við þessa lélegu skruddu?!

Skuggi vindsins á það sameiginlegt með Harry Potter að í báðum tilvikum er um að ræða marflatar og klisjukenndar sögur sem eru eins og afrakstur af einhverju dauðhreinsuðu rithöfundanámskeiði þar sem öllum formúlum er jú fylgt en útkoman er jafnandlaus og lyftutónlist.

Kannski er það einmitt þetta sem virkar til þess að ná hylli alls fjöldans og komast í efsta sæti á vinsældalista: Búa til svona bókmenntalegan skyndibita.

Ég hlustaði þó til enda af sömu ástæðu og maður gerir oft þegar að maður er að reyna að komast að því hvað öllum hinum fannst svona stórmerkilegt og frábært við eitthvað sem allir eru að lesa og öllum finnst gott.

Niðurstaðan er hins vegar: Álíka innihaldsrík og Hagkaupsbæklingur. Sem sagt, rusl.

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

2 responses to “Vindens skugga eftir Caros Ruiz Zafon

  1. Sammála.
    Las hálfa bókina á frummálinu og henti út í horn.

  2. Bakvísun: Sumar bækur sökka » Druslubækur og doðrantar -

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s