Khader.dk eftir Naser Khader

Sjálfsævisaga en um leið pólitískt testamenti þessarar einnar helstu vonarstjörnu danskra stjórnmála í dag. Khader situr á þingi fyrir Radikale venstre-flokkinn, er sýrlenskur að uppruna en hefur búið hér frá barnsaldri.

Sagan segir sögu hans sem innflytjanda og í leiðinni kemur hann á framfæri sínum skoðunum um danska pólitík, einkum innflytjendamál.

Athyglisverð bók um margt þó að mér finnist Khader vera kannski full uppfullur af sjálfum sér. Stjórnmálamenn hafa nú reyndar ekki verið mjög frægir fyrir hógværð eða lítillæti þannig að kannski hann skeri sig ekkert úr.

Mest fór í taugarnar á mér við lesturinn hversu miklum tíma hann eyddi í að ráðast á vinstri menn og áherslur þeirra í innflytjendamálum sem honum fannst naívar og þess vegna kallaði hann vinstri menn „Halal-hippa“ út alla bókina. Svona uppnefningar eru pirrandi og hafa ekkert með málefnalega umræðu að gera, auk þess sem mér finnst þær gera lítið úr þeim hópi fólks sem þó leggur á sig að kynna sér málin og komast að lausnum sem einkennast af skilningi og yfirvegun.

Annars ágætis bók.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s