Metamorphosis eftir Franz Kafka

Nú er ég orðinn töluvert meira merkikerti og get slegið aðeins meira um mig eftir að vera búinn að komast í gegnum fyrstu Kafka-bókina mína. Hamskiptin voru það heillin. Þetta var það fyrsta sem ég valdi mér að hlusta á eftir að ég uppgötvaði aðgang minn, sem lánþegi á Malmö-bókasafninu, að Naxos-hljóðbókararkívinu.

Upplesturinn var góður og sagan auðvitað frábær og um margt langt á undan sinni samtíð (án þess að ég ætli að rökstyðja það frekar enda þar með kominn út á bókmenntafræðilegan hálan ís, þangað sem ég á ekkert erindi, ómenntaður maðurinn í þeim fræðum).

Paddan Gregor Samsa og hans heimilisfólk stóð sannarlega undir nafni sem klassískar bókmenntir og ég er til í meiri Kafka. Verst bara að það eru ekki fleiri Kafka-bækur á Naxos-grunninum…

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s