Konungsbók eftir Arnald Indriðason

3916.jpgÉg lýsi því yfir æ ofan í æ að ég sé kominn með hundleið á glæpasögum og þeirra einfeldningslega efnisþræði en samt freistast maður alltaf til að grípa til einnar í viðbót til að sjá hvort að hún haldi manni. Og alltaf verða vonbrigðin þau sömu.

Þetta á sannarlega við um Konugsbók, nýjustu glæpasögu Arnaldar Indriðasonar. Plottið gengur út á eltingarleik íslensks námsmanns í Kaupmannahöfn um miðja síðustu öld og prófessors hans við Konungsbók, djásn íslenskra fornrita. Leikurinn berst víða um Evrópu og ef vel hefði tekist til hefði úr orðið æsileg og grípandi frásögn. Eitthvað vantar þó verulega upp á, sagan er langt frá því að halda nógu vel þó að vissulega eigi hún sína spretti. Það er alla vega eitthvað óeðlilegt við slíka frásögn að manni sé í raun nákvæmlega sama allan tímann um afdrif bæði söguhetjanna og djásnsins sem elst er við. Meira að segja þegar ekki voru nema um 60 blaðsíður voru eftir var ég alvarlega að íhuga að leggja bókina bara frá mér.

En þetta var nú kannski ekki alveg alslæmt og pælingin með plottinu er svo sem ágæt. Eitthvað hefur þó klikkað í úrvinnslunni því að framvindan er fremur stirð og sögupersónurnar flestar frekar flatar einhvern veginn.

Gef þessu samt ** af fjórum og er það ansi höfðinglegt, þykir mér.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s