Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek

svejk2.jpgEf það er til eitthvað sem heiti klassík í íslenskum hljóðbókarupplestri þá veit ég ekki hvað ætti að komast ofar á blað en lestur Gísla Halldórssonar á Góða dátanum Svejk eftir Jaroslav Hasek. Ég er búinn að vera að hlusta á þessa frábæru sögu undanfarinn mánuðinn og skemmta mér alveg hreint konunglega yfir Gísla fara á kostum við upplesturinn.

Góði dátinn Svejk tilheyrir tvímælalaust háklassískum bókmenntaverkum 20. aldarinnar, jafnvel þótt að verkið sé óklárað. Hasek ætlaði víst að koma sex bindum sögunnar út en hann fékk tæringu og féll skyndilega frá og náði því einungis að ljúka fjórum bindum. Sagan um góða dátann Svejk endar því á fremur skarpan hátt í miðri atburðarás.

Sagan um Svejk er einhver þekktasta stríðsádeila heimsbókmenntanna og hefur skírskotun til stríðsrekstrar mannkynsins um allar grundir í dag, líkt og hún gerði fyrir þeim 85 árum sem liðin eru frá fyrstu útgáfu hennar.

Húmorinn er alltumlykjandi og Gísli sér til þess að glæða hann þvílíku lífi að úr verður hin besta skemmtun.

Góði dátinn Svejk í upplestri Gísla fær ***1/2 af fjórum.

Auglýsingar

Ein athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

One response to “Góði dátinn Svejk eftir Jaroslav Hasek

  1. Inga Stefánsdóttir

    Það mun ENGINN koma í stað Gísla Haldórsyni hann var sá besti og flottasti ,lestur hans var svo yndislegur og það kemst ENGINN með tærnar þar sem hann var með hælana þetta var sá flottasti og skemmtilegast upplestur sem ég hef heyrt bara röddin var frábær hann var sá bersti leikari og upplestrari sem Ísland hefur átt hann fær 10 og ÉG VEIT AÐ ÞAÐ GERIR ÞAÐ ENGIN BETUR

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s