Sendiherrann eftir Braga Ólafsson

3877.jpgAlltaf bíð ég jafn spenntur eftir minn uppáhaldsrithöfund, Braga Ólafsson, og ekki minnkar nú spenningurinn við alla þá stjörnudóma sem Bragi er vanur að fá fyrir afurðir sínar hjá helstu bókmenntagáfumennum landsins.

Sumir sögðu um Sendiherrann, þessa nýjustu bók Braga, að hún væri hans besta. Ég er ekki frá því að ég taki næstum því undir það þó að mér þyki nú enn vænstu um Hvíldardagana. Ég fellst því á að setja hana í 2. sætið eða í mesta lagi 1.-2. sætið.

Bragi er á kunnuglegum slóðum í þessari frásögn sinni, stíllinn er samur við sig og aðalpersónan jafn ótrúlega lunkin við að koma sér í klandur með eintómum aulahætti. Sama yfirbragðið er líka hér til staðar þar sem að undirliggjandi ólga kraumar og bullar undir hinu hversdagslega yfirborði og enn og aftur tekst Braga á meistaralegan hátt að breyta ásýnd lesandans á persónur sínar þegar að minnst varir.

Borgarmyndir Reykjavíkur, Vilníus og Druskininkai eru sömuleiðis heillandi, eins og götumyndir Braga hafa verið í fyrri bókum hans.

Á heildina litið er þetta frábær saga. Maður spyr sig hvenær komi eiginlega að Braga að fá Íslensku bókmenntaverðlaunin.

Ég leyfi mér að smella ***1/2 af fjórum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s