Jón Sigurðsson: ævisaga II eftir Guðjón Friðriksson

Edda.isLauk loks síðari múrsteininum af tveimur um Jón forseta Sigurðsson eftir Guðjón Friðriksson. Einhverjir voru búnir að segja mér fyrir lestur þessara bóka um Jón að þar hafi Guðjóni fatast nokkuð flugið eftir að hafa farið á kostum í bindunum sínum þremur um Einar Ben. Ég er nú ekkert endilega sammála því, alla vega skemmti ég mér dável við lesturinn um ævi Jóns forseta. Gallinn er kannski bara sá að Jón lifir öllu tilbreytingarsnauðara lífi en Einar Ben. og er þar að auki ekki jafn dramatískur karakter.

En þrátt fyrir að líf Jóns snúist nú ekki um svaðilfarir eða einhverjar daglegar rússibanareiðir þá er nú margt þarna einkar áhugavert. Til dæmis finnst mér áhugavert að lesa um hversu mikið Jón snapaði sér pening fyrir verkefni sem hann síðan vatt sér aldrei í. Stundum lenti hann jafnvel í vandræðum þegar að fólk fór að krefja hann um það sem hann fékk borgað fyrir. Líf hans snýst annars mest um að verða sér út um sporslur og styrki hér og þar til þess að geta haldið starfi sínu í þágu þings og þjóðar áfram.

Dálítið gætir þess, eins og í fyrra bindinu, að Guðjón setji mál þannig upp að Jón hafi í raun alltaf rétt fyrir sér á endanum en þó væri ósanngjarnt að halda því beinlínis fram að Guðjón viðhaldi helgislepjunni sem mökuð hefur verið á Jón Sigurðsson allt síðan á hans dögum. Guðjón hefði hins vegar getað gert enn betur við að skafa slepjuna af Jóni en kannski það sé bara þá verðugt verkefni einhvers sagnfræðings framtíðarinnar sem sest niður og skrifar ævisögu Jóns eftir 20 ár eða 50 ár – að því gefnu að Jón verði þá enn þá relevant í íslenskri þjóðfélagsmynd. Það er alls ekkert víst og það þarf ekkert að þýða neitt slæmt.

En sem sagt, skemmtilegur og áhugaverður lestur: *** af fjórum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s