Rejser i scriptoriet eftir Paul Auster

script200.jpgAf einhverjum ástæðum gerðist það í tvígang á síðasta ári að útgáfu bóka tveggja heimsþekktra rithöfunda var ,,þjófstartað“ í danskri þýðingu áður en að bækurnar höfðu birst á frummáli sínu. Þetta átti við nýja skáldsögu eftir John LeCarré, konungs spæjarasagnanna, og sömuleiðis nýjasta verk bandaríska rithöfundarins Paul Auster.

Í tilviki Auster er hér um að ræða nóvellu sem á frummálinu ber titilinn Travels in the Scriptorium (,,Rejser i scriptoriet“ í danskri þýðingu). Þegar þetta er skrifað er bókin enn ekki nema komin út á hluta hins engilsaxneska málsvæðis en Danir virðast hins vegar halda forskoti sínu því að við bókarútgáfuna í fyrra hefur nú bæst dönsk hljóðbókarútgáfa umræddrar nóvellu Austers. Þá útgáfu verksins hef ég undanfarið haft í eyrunum á ferðum mínum á milli staða.

Segja má að Paul Auster leiti að vissu leyti nokkuð til upprunans sem skáldsagnahöfundur í nóvellu þessari. Hann hafði að vissu leyti slegið nýjan tón sem rithöfundur með hinni gamansömu Brooklyn Follies þar sem einhver hitti naglann á höfuðið þegar að hann sagði að Paul Auster væri farinn að skrifa bækur sem væru eins og Woody Allen-myndir (og ekkert nema gott um það að segja enda Brooklyn Follies frábær bók). Travels in the Scriptorium hefur hins vegar fremur yfirbragð New York-þríleiksins og kannski þá helst Ghosts, annars hluta þríleiksins – svona fljótt á litið, alla vega.

Auster fer reyndar alls ekki leynt með tengingu í fyrri verk í þessari nýjustu bók sinni. Hann gengur reyndar svo langt að kynna til sögunnar fjölmargar af söguhetjum annarra skáldsagna sinna, sem ýmist koma beint við sögu eða standa í bakgrunninum. Raunar minnir mig að ég hafi lesið viðtal við Auster í fyrrasumar þar sem að því var velt upp hvort að hann væri í raun að tengja allt höfundarverk sitt í eina, stóra og mikla sögu. Það verður spennandi að fylgjast með því hvert sú hugsanlega stefna hans leiðir hann í næstu verkum.

Ekki er alla vega annað að sjá en að henni sé haldið við í augnablikinu því að nýjasta verkefni rithöfundarins fræga er kvikmyndin The Inner Life of Martin Frost sem dyggir lesendur Auster muna kannski eftir sem kvikmynd sem kom fyrir í The Book of Illusions, skáldverki Austers frá 2002.

Travels in the Scriptorium er annars hálfgert stofudrama sem fjallar um hinn gleymna Mr. Blank sem vaknar einn daginn í herbergi þar sem hann kannast ekkert við sig og dagurinn sem í hönd fer gengur út á það að rifja upp og passa sig á því að gleyma því þó ekki sem nýbúið er að minna hann á. Mr. Blank lifir því í ruglingslegri veröld á mörkum veruleika og ímyndunar og segja má að Auster takist að smita lesandann af sömu tilfinningu.

Í það minnsta þurfti ég að hafa mig allan við til þess að ráða þær gátur og þær vísanir sem Auster leggur reglulega fyrir lesandann. En kannski danski upplesturinn (sem annars var til mikils sóma) flæki málin fyrir þann sem ekki drakk dönskuna með móðurmjólkinni, svo og hlustunin í stað lestrarins. Eða kannski er maður bara ekki nógu víðlesinn eða gáfaður!

Hvað sem því líður þá verður ekki sagt að hér sé á á ferðinni neinn burðarbiti í ritverki Paul Auster. Því miður, verð ég því að telja Travels in the Scriptorium til síðri verka Auster, af þeim sem ég hef yfir höfuð lesið.

Vonandi tekst Auster betur upp í næsta verki þar sem hann heldur ef til vill áfram hinu stóra ætlunarverki sínu að búa til eina og stóra Paul Auster-epík úr ritverki sínu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s