After Dark eftir Haruki Murakami

afterdark.jpgÞeir eru margir, bæði á Íslandi og annars staðar, sem stökkva til þegar fréttist af nýrri bók eftir japanska rithöfundinn Haruki Murakami. Þrátt fyrir að Murakami sé fæddur 1949, og sé því að nálgast sextugt, má fullyrða að fáir samtímahöfundar í heiminum hafi á síðustu árum höfðað jafnsterkt til þeirra kynslóðar sem honum er um það bil helmingi yngri. Jafnvel má segja að um hann hafi myndast ákveðið ,,költ“ sem meðal annars mátti sjá í skáldsögu Sölva Björns Sigurðssonar, Fljótandi heimi, sem út kom fyrir síðustu jól en bókin var meðvitað innblásin af verkum Murakamis.

Nú á vordögum kom út ný bók þessa ástsæla Murakamis. Um er að ræða nóvellu sem í enskri þýðingu nefnist After Dark. Alltaf er það með heldur blendnum hug sem maður tekur sér í hönd ný verk sinna uppáhaldshöfunda því óneitanlega eru kröfurnar alltaf miklar um það að þær standist fyrri snilldarverkum snúning. Í tilviki After Dark má hins vegar segja að óttinn er ástæðulaus. After Dark er nefnilega í toppklassa.

After Dark hefur yfir sér nokkuð fútúrískt yfirbragð og einhver stórabróðursblær er undirliggjandi alla söguna í gegn. Frásagnarmátinn er á einhvern hátt afar myndrænn og stundum líður manni eins og maður sé dottinn ofan í eina af þessum ,,Short Cuts“-myndum sem mikilla vinsælda hafa notið á síðustu árum (s.s. Magnolia, Crash og fleiri). Þannig eru sagðar sögur af einstaklingum, hverjum í sínu horni, sem allir tengjast sömu atburðarásinni nótt eina í Tókýó.

Sögusviðið er þessi eina nótt í japönsku höfuðborginni og við fáum að fylgjast með ungri stúlku á næturbúllu, systur hennar í draumheimum, strák sem æfir sig með djasshljómsveit, lúbarinni kínverskri vændiskonu, kvalara hennar og fleiri næturhröfnum. Ég nefndi áður hversu myndræn sagan væri en við það bætast alltumlykjandi værukærir djasstónar (eitt af leiðarstefum í bókum Murakamis) sem líða út úr myrkrinu.

After Dark hefur allt sem sannir aðdáendur Murakamis kunna svo vel að meta í bókum hans. Ljúfsár saga af ungmennum í tilvistarkreppu, einmanaleiki og firring, góður skammtur af mystík og þokukenndri fortíð og svo örlítið ,,sæ-fæ“ svona í leiðinni. Og svo auðvitað kettir, djass, hafnarbolti og allt hitt.

Sem sagt: Murakami, eins og hann gerist bestur.

***1/2

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s