Snow eftir Orhan Pamuk

41m67vzka7l_aa240_.jpgArif, tyrkneskur skólafélagi minn, er yfirleitt afar hæglátur og broshýr ungur maður. Einhvern tíma þegar við stóðum á spjalli í einni pásunni milli tíma hnyklaði hann hins vegar brýnnar ógurlega. Ég færði nefnilega í tal landa hans, Nóbelsverðlaunahafann Orhan Pamuk. ,,Hann er svikari. Hann sveik landið sitt,“ sagði Arif fremur byrstur og vildi greinilega snúa talinu í aðrar áttir.

Þessi viðbrögð komu mér nokkuð á óvart en sýndu mér jafnframt fram á hversu sterk viðbrögð þessi frægasti núlifandi rithöfundur Tyrkja kallar fram í heimalandi sínu. Það er ekki annað hægt en að vera nokkuð forvitinn um verk slíks höfundar, ekki síst eftir að sá hinn sami er sæmdur sjálfum æðsta lárviðarkransi bókmenntaheimsins. Því tók ég mér forvitinn eina af hans frægustu bókum í hönd; bók sem heitir Snow í ensku þýðingunni sem ég las.

Snow, eða Snjór eins og hún héti vafalaust í íslenskri þýðingu, fjallar um skáldið Ka sem snýr aftur til heimalands síns Tyrklands eftir áralanga útlegð í Þýskalandi. Hann ferðast alla leið til smábæjarins Kars sem liggur nánast upp við austurmörk Tyrkjaríkis. Þangað fer hann undir því yfirskini að han hyggist skrifa um sjálfsmorð unglingsstúlkna á staðnum. Í Kars hittir hann fyrir gamla skólasystur sem hann hyggst reyna að sjarmera upp úr skónum, yngri systur hennar sem gengur fremst í flokki ungra kvenna sem heimta að fá að bera slæðuna, föður þeirra, ungan fúndamentalista sem eftirlýstur er fyrir glæpi sína og fleiri þá sem mikil áhrif eiga eftir að hafa á líf hans þessa daga í smábænum þar sem að allir snjóa inni og verða því innlyksa í atburðarásinni.

Bókina má skilja sem einhvers konar allegóríu eða Kars sem einskonar míkrokosmos fyrir tyrkneskt samfélag og þau miklu átök sem þar eiga sér stað og til dæmis hafa verið talsvert í fréttum það sem af er þessu ári. Þessi átök eru fyrst og fremst milli Austurs og Vesturs, frjálslyndis og strangs sekúlarisma í anda Atatürks gegn trúaráherslum og siðalögmálum í anda Islam. Inn í þetta blandast svo átök þjóðfélagshópa, líkt og barátta Kúrda innan ríkisins, og svo hin klassíska átakalína milli sveitanna og höfuðborgarinnar og brottfluttra og þeirra sem eftir urðu.

Snjór er um margt merkileg bók út frá þessu sjónarhorni. Hins vegar verður ekki sagt að hún haldi nógu vel sem bókmenntaverk og satt best að segja veldur hún nokkrum vonbrigðum. Sérstaklega vegna þess að á hana var sérstaklega minnst þegar rökstutt var hvers vegna Pamuk hefði fengið Nóbelinn í fyrrahaust.

Snjór fær engu að síður ***.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s