My Invented Country eftir Isabel Allende

chi52.jpgÉg legg það yfirleitt aldrei í vana minn að lesa bækur aftur. Þó gerði ég undantekningu á því í tilviki bókar Isabel Allende, My Invented Country. Hana las ég í fyrra skiptið fyrir svona þremur-fjórum árum síðan en nú lá bara einhvern veginn svo vel við að lesa hana aftur fyrst ég er í landinu sem hún er að lýsa og kannski sérstaklega vegna þess að bókin reynir að fanga chileanska þjóðarsál, svona svipað og maður er að reyna að gera hér alla daga.

Þetta er fín bók og alveg er merkilega margt í henni sem maður hefur rekið sig á sjálfur. Væri of langt mál að fara að telja upp dæmi hér nema bara að ég segir að ég tek hattinn ofan af fyrir Allende hvað hún þorir að vera miskunnarlaus í gagnrýni sinni á þjóð sína (gagnrýnin sýnist mér í flestum tilvikum vera fyllilega réttlætanleg). Það er ég hræddur um að maður yrði stjaksettur fyrir hroka ef maður mætti með svipaða bók upp á arminn um Íslendinga í einhverri heimferðinni sinni. Eins og það gæti nú verið hressandi að fylla heilan doðrant með slíkum bersöglislýsingum á íslenskri þjóðarsál.

Ætli ég lesi þessa bók samt nokkuð í þriðja skiptið. Hún er samt fín.

**1/2

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s