Hundehoved eftir Morten Ramsland

hundehoved.jpgSú bók sem sat efsta á metsölulistum í Danmörku á síðasta ári hét Hundehoved. Um er að ræða svokallaðan slægtsroman, þ.e.a.s. ættarsögu þar sem þremur kynslóðum innan sömu fjölskyldu er fylgt eftir, allt frá því fyrir heimstyrjöldina seinni og til nútímans. Nú hef ég nýlokið hlustun þessarar bókar í alveg hreint ágætum dönskum upplestri.

Hundehoved fjallar um norsk-dönsku fjölskylduna hans Asgers, sem er myndlistarmaður, nýkominn heim frá Amsterdam til þess að ganga frá lausum endum í tengslum við fjölskyldu sína. Fókusinn er fyrst og fremst á föðurfjölskyldu hans, hjá hjónunum Askild og Björk og börnum þeirra sem flækjast um allan Noreg þar sem Askild helst aldrei lengi í starfi á hverjum stað enda óalandi og óferjandi vegna drykkjuskapar og erfiðrar lundar. Askild sat í fangabúðum nasista í Þýskalandi í stríðinu og er upp frá því markeraður og leitar eftir það stíft í flöskuna. Lýsingin á hjóna- og fjölskyldulífi Askilds og Björk finnst mér vera sterkasti þáttur þessarar bókar, eiginlega með eindæmum góður.

Ástæðan er fyrst og fremst sú að hún afhjúpar og afbyggir þá klisju sem alltaf skýtur upp kollinum öðru hvoru að fjölskyldulíf í gamla daga hafi verið miklu betra en núna þar sem hver þekkti sinn stað í tilverunni, allir fengu heitan mat í hádeginu og svo framvegis. Staðreyndin er hins vegar miklu frekar sú að á þessum tíma fór mikil orka og barátta í það að láta allt líta vel út á við þó að allt væri í rjúkandi rúst inn á við. Valdastöðu kvenna á þessum tíma er vel líst í þessari bók, hvernig Björk stendur ráðalaus gagnvart svívirðilegri framkomu og drykkjuskapar maka síns og hvernig hún lokast inni í aðstæðum sem hún hefur ekki nokkuð vald yfir. Maður kannast við svipaðar sögur úr eigin ættgarði.

Áfram heldur sagan og lýsir einnig uppvexti syni hjónanna Askilds og Bjarkar, sem jafnframt er faðir sögumannsins. Einnig koma við sögu systkini föðurins og aðrir ættingjar. Þá er einnig vikið að sögu móður sögumannsins og foreldra hennar.

Í heildina má vel skilja af hverju Hundehoved náði slíkum vinsældum enda eru svona ættarsögur yfirleitt afar vinsælt efni. Bókin er ágæt en verður nokkuð langdregin þegar að á líður og svo verður nú ekki heldur beint sagt að þessi bók marki einhver sérstök tíðindi í dönskum bókmenntum. Voðalega hefðbundin og jafnvel fremur gamaldags í raun.

Engu að síður ágætt.

**1/2

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s