Blótgælur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur

bbjcfedbfh.jpgÝmsir kannast við það (meðal annars ég) að hafa aldrei verið uppteknari af því að vera fullorðinn en þegar maður er á mörkum unglingsskeiðsins og fullorðinsáranna. Þá upplfia ýmsir tímabil sem einkennist af miklum alvöruþrunga, húmorsleysi fyrir tilverunni, lestri á ljóðum sem maður skilur ekki, áhorfi á listrænar bíómyndir sem maður pínir sig til að horfa á til enda og umræðum og mál sem maður heldur að séu voðalega heimspekileg og mikilvæg allri heimsbyggðinni. Þetta er ágætt tímabil og um margt gagnlegt til að fara í gegnum en þeim mun best er þó að því ljúki frekar skjótt svo maður verði mönnum sinnandi en breytist ekki í uppkrúfaðan sjálfskipaðan lífsspeking sem fólk tekur sveig framhjá úti á götu.

Úngskáld skrifa yfirleitt sínar fyrstu ljóðabækur undir áhrifum þessa hátíðlega og uppskrúfaða æviskeiðis síns. Ekki þarf að undra þó að útkoman einkennist yfirleitt af mikilli nýrómantík, hádramatík, engum sjálfshúmor en hins vegar góðu dassi af sjálfsvorkunn. Eins og ég segi, allt í lagi – svo lengi sem þetta elst af fólki.

Þetta allt segi ég í aðdraganda umfjöllunar um frumraun úngskáldsins Kristínar Svövu Tómasdóttur og ég segi það vegna þess að Kristín Svava er nefnilega undantekningin. Blótgælur, fyrsta ljóðabók hennar, er nefnilega full af húmor, gáska, hnyttni, sjálfsíroníu og geislandi öryggi. Vissulega er mikið um fyllerí, þynnkur, strákabömmera, komplexa og allt hitt sem einkennir líf fólks sem er á djammskeiði lífs síns, leitandi, fullt af tómleikatilfinningu, ístöðuleysi, sjálfsvorkunn og öllu hinu. Og stundum er dramatíkin mikil og auðvitað eru bernskubrek inn á milli.

En allt í allt eru Blótgælur hressandi ljóðabók, full af gáska og krafti. Kristín Svava er efni í eitthvað stærra. Það er greinilegt.

**1/2

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s