Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson

bbjedfcfjg.jpgÉg held að ég hafi áður kvartað yfir því hér hversu skelfilegt það getur verið að ætla sér að láta bók standa undir væntingum sem hefur svo verið ausin lofi að maður hallast eiginlega helst að því að það hljóti barasta að vera eitthvað að manni sjálfum fyrst maður fattar ekki alla snilldina sem hinir allar gapa af hrifningu yfir.

Þessa tilfinningu fæ ég eftir lestur bókar Jóns Kalmans Stefánssonar, Himnaríki og helvíti. Eftir umsagnir um besta íslenska prósa í áraráðir og eitthvað álíka hástemmt þá býst maður auðvitað við einhverju alveg rosalegu. Og það er ekki að bókins hans Jóns Kalmans sé ekki góð – hún er góð. En samt ekkert svona frábær – ekkert besti íslenski prósi í áraraðir.

Lýsingin á róðrinum í fyrri hluta bókar er reyndar mögnuð. Hana las ég yfir jólin á stuttbuxum úti á svölunum heima hjá mér í Talca undir stjörnubjörtum sumarhimninum. Kannski það hafi aukið á hughrifin hjá manni. En svo í seinni hlutanum finnst mér þetta einhvern veginn fara að dragast á langinn og það sem var glimrandi texti finnst mér eiginlega bara renna út í eitthvað svona fremur flatt.

Mér skilst að framhald komi um næstu jól en ég held að ég nenni ekki að leggja mig eftir því.  Kannski er ég bara orðinn svona hundleiður á þessari fortíðarumfjöllun í íslenskum bókmenntum alltaf hreint.

**1/2

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s