Minnisbók eftir Sigurð Pálsson

Parísarlýsingar eru draumórakenndum sveimhugum eins og mér mjög að skapi. Fyrir fáeinum árum lá ég kylliflatur fyrir Veislu í farángrinum eftir Hemingway og drakk í mig stemninguna sem að þar var dregin upp af París um það bil á þriðja áratug síðustu aldar. París birtist manni þar ljóslifandi í sinni rómuðustu mynd og þrátt fyrir að ég hafi nú bara nokkurra daga túristareynslu af borginni við Signu þá skilur maður vel það aðdráttarafl sem staðurinn hefur haft á fólk gegnum áratugina og aldirnar.

Sá sem helst er kenndur við París af íslenskum rithöfundum er vitanlega Sigurður Pálsson. Því var tímabært að fá loks Minnisbók frá Parísarárum hans. Bókin er afar heillandi lestur, dregur upp lifandi mynd af borginni, viðburðum og fólkinu sem París gisti, tímabundið eða til langframa. Ákveðinn tíðarandi ’68-kynslóðarinnar skilar sér vel í bókinni og ,,úrvinnslunni“ af þeirri ringulreið allri næsta rúma áratuginn á eftir eru einnig gerð góð skil. Sérstakleg er ég þar þakklátur Sigurði fyrir að fara ekki út í einhverja blinda vegsömun á ’68-kynslóðinni og stúdentabyltingunni frægu. Þvert á móti horfir hann köldum og gagnrýnum augum og sér bæði kosti og galla.

Það er svo sem algjört aukaatriði í hvaða flokk bókin er nákvæmlega sett, hvort hún telst til skáldverka eða hins flokksins með hinu óræða heiti ,,bækur almenns eðlis“. Þó verð ég að segja að nokkuð langt er seilst í skilgreiningunni á skáldverki að láta þessa bók falla í þann flokk. Ég fékk nefnilega ekki betur séð en að þetta væri tiltölulega hreinræktuð endurminningabók, bæði í uppbyggingu, nálgun og stíl. En það er, eins og ég segi, auðvitað algjört aukaatriði, þannig séð.

Minnisbók féll rómantíska sveimhuganum með Frakklandsdraumana vel í geð. Kannski bara sé komin fram eins konar íslensk Veisla í farángrinum?

***

Auglýsingar

2 athugasemdir

Filed under íslenskar bókmenntir, fræðibækur, skáldskapur

2 responses to “Minnisbók eftir Sigurð Pálsson

  1. arwenh

    Ho capito che „eftir“ vuol dire „di“ 🙂
    Anche a me piace leggere, e mi piacciono i libri, ho letto che ti piace Kafka (credo). Ti consiglio „il signore degli anelli“ di Tolkien, e’ uno dei miei libri preferiti in assoluto..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s