Enduring Love eftir Ian McEwan

,,Allt er þegar þrennt er“, er stundum sagt. Nú held ég að ég hafi verið að klára þriðju McEwan bókina mína og þar með er ég farinn að greina klárt ákveðið mynstur í þeim – nánast formúlu. Eitthvað ákveðið þema, sem yfirleitt tengist fagi eða sérþekkingu aðalpersónunnar, er nokkuð gegnumgangandi í frásögn hennar. Síðan verður einhver atburður, yfirleitt eitthvað meiri háttar sjokk, til þess að snúa frásögninni hægt og rólega hraðar og hraðar þangað til að þetta er orðið hálfgerður þriller í lokin með einhverju óskaplegu uppgjöri.

Ég ætla ekki að fara í söguþráð bókarinnar. Fólk getur kynnt sér hann sjálft hér og þar á upplýsingasíðum á vefnum. Læt nægja að segja það sem ég hef þegar sagt: allt í týpískum McEwan-stíl.

Enduring Love geldur fyrir það hjá mér að ég las hana á löngum tíma, tók hana upp og lagði frá mér. Ekki það að bókin ríghaldi ekki, hún lenti bara aftarlega í forgangsröðinni. En það gerir það kannski að verkum að mér fannst hún ef til vill síst af þessum þremur bókum sem ég hef lesið eftir hann. Amsterdam og Saturday finnst mér því betri.

Þetta er allt frábærlega gert hjá honum en ég get ekki neitað því að ég fer ef til vill að fá leið á þessari formúlu hans ef hún birtist svona um það bil nákvæmlega eins í mikið fleiri bókum. Afbragðshöfundur eins og McEwan á samt skilið annan séns hjá manni – ef ekki fleiri. 

**1/2

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s