Listin að lesa eftir Árna Bergmann

Listin að lesa eftir Árna Bergmann er bók að mínu skapi. Minnir um margt á sænskar bækur eftir Owe Wikström sem ég hef stundum rennt mér í gegnum á hljóðbók. Eiga það sameiginlegt að geyma vangaveltur, byggðar á bókmenntum og studdar dæmum héðan og þaðan úr þeim heimi.

Nafn bókar Árna segir raunar nánast allt sem segja þarf en í henni veltir höfundurinn fyrir sér bóklestri, út frá nokkuð persónulegu sjónarhorni. Tónninn er ljúfur og gaumgæfinn og þar lýsir af gáfum og margra áratuga lestrarreynslu. 

Árni nálgast umfjöllunarefnið sitt úr ýmsum áttum og rekur auk þess eigin sögu sem lestrarhestur. Hann segir skemmtilega frá og úr verður mjög fræðandi og vel skrifuð frásögn sem hittir beint í mark hjá áhugafólki um bækur og bóklestur.

***

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s