Män som hatar kvinnor eftir Stieg Larsson

Ekki skil ég nú alveg hæpið í kringum og metsöluna alla á bókinni Män som hatar kvinnor hér í Danmörku og í Svíþjóð (og kannski víðar). Þetta er svo sem ekkert verra en það sem gengur og gerist í svona týpískum skandinavískum glæpasögum en heldur ekkert betra. Bara rétt svona lala. Byrjar ágætlega en svo dettur þetta niður í sömu leiðindaklisjurnar og alltaf eru til staðar í skandinavíska krimmanum.

Ekki það að klisjur og formúlur geta verið allt í lagi þar sem við þeim er að búast og það á auðvitað við um þessa bók. Maður væri að fara algjörlega villur vega ef maður héldi að eitthvað nýtt og ferskt mætti manni þegar maður opnar svona bók. Maður les einmitt (eða hlustar á, í mínu tilviki) svona sögur til þess að þurfa ekki að einbeita sér neitt sérstaklega. Þetta er afþreying og bara svona líður áfram einhvern veginn.

Hins vegar væri nú ansi hressandi ef einhver þessara skandinavísku höfunda myndi nú þó ekki væri nema öðru hvoru hafa í það minnsta eitt frumlegt element í formúlubókunum sínum.

Frekar slappt svona en heldur þó ágætlega.

**

Auglýsingar

Ein athugasemd

Filed under bækur

One response to “Män som hatar kvinnor eftir Stieg Larsson

  1. Ég er dálítið ósammála þér með þessa bók. Mér fannst hún þrælspennandi frá upphafi til enda, þó það væri svo sem ekkert verið að finna upp hjólið – enda dálítið erfitt miðað við þann ógurlega fjölda af krimmum sem kemur út árlega. Hins vegar var ég að klára bók nr. 2 nýlega, The Girl who played with Fire. Þar er skotið langt yfir markið, svo sem ágæt og nógu spennandi, en ca. 200 bls. of löng og alltof mikið af þýðingarlausum atburðum og persónum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s