Dreams of My Father eftir Barack Obama

dreams_from_my_father-1Við hlustun á þroskasögu Baracks Obama, Dreams of My Father, fyllist maður nokkurri gleði og von yfir því að þessi ákveðni maður skuli virkilega vera kominn í vinningsstöðu í baráttu um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Það er eitthvað óhefðbundið og ferskt við hans innkomu í bandaríska pólitík, eitthvað annað en þetta hefðbundna valdaklifur upp metorðastiga stóru flokkanna tveggja.

Auðvitað er hann hefðbundinn upp að vissu marki. Hann er auðvitað lögfræðingur og síðan er hann ekki alveg ósýktur af þessari óskiljanlegu fixeringu Bandaríkjamanna á það að frelsast til kristinnar trúar og finnast því fylgja einhver ofsalegur sálarfriður. Munurinn á Obama og mörgum öðrum er hins vegar kannski sá að hann virðist ekki yfirfæra trúna yfir á sínar pólitísku skoðanir, hvað þá að troða sinni trúarsannfæringu ofan í kokið á öðrum.

En uppvöxturinn er vægast sagt óhefðbundinn. Hann er sannkallaður heimsborgari, sonur Kenýumanns og náhvítrar bandaríkjakonu, alinn upp af einstæðri móður, ömmu og afa á Hawaii og varði nokkrum árum í Indónesíu ásamt móður sinni og þáverandi manni. Hann lýsir afarvel þeirri ídenitetskrísu sem hann átti í um árabil, sökum blandaðs uppruna síns og hversu flókið það var fyrir hann að samsama sig blökkumönnum í heimalandi sínu.

Leið hans á toppinn er alls ekki bein. Hann gerist hugsjónamaður, bæði í New York og Chicago þar sem hann vinnur með samtökum sem sinna samfélagsþjónustu í þágu blökkumanna og þar má segja að hann finni sinn samastað og raunar einnig í trúnni.

Bókinni lýkur síðan á lýsingu á ferð sem hann fór til Kenýa til að hitta sitt föðurfólk. Sú ferð er í senn gleðirík og flókin. Allt virðist Obama nálgast af auðmýkt og næmni þar sem hann skorast þó ekki undan mannlegum tilfinningum.

Þetta er einlæg og vel skrifuð bók. Maður veit svo sem ekkert hvort Obama yrði eins frábær forseti og margir eru að vona. En ef eitthvað er að marka þann tón sem Obama slær í þessari bók, þá held ég að það sé ástæða til að vera nokkuð vongóður. Obama virðist vera einlægur í hugsjónum sínum, skorast ekki undan innri baráttu og leitast ekki við að slá hlutunum upp í pólitíska frasa eða fella líf sitt eða skoðanir að hefðbundnum klisjum (jú, kannski smá) sem allt hafa drepið í bandarískum stjórnmálum undanfarna áraugi.

Það er einhver von í Obama. Maður hugsar eftir hlustun á lestur hans sjálfs á þessari bók: Fyrst þessi náungi verður kannski forseti Bandaríkjanna, í ljósi uppruna hans, þá er kannski heimurinn ekki endilega alveg lóðrétt á leið til glötunar.

***

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s