Íslandsklukkan eftir Halldór Kiljan Laxness

9979214430Ég hef nánast alveg gefið Laxness frí í heilan áratug eða frá því að ég óverdósaði á honum í menntaskóla og það endaði með hálfgerðum heilaþvotti sem smitaðist yfir á stíl manns og gerði mann sannfærðan um að þessi maður væri mesti rithöfundur veraldar.

Nú, áratug síðar, er ekki úr vegi að láta reyna á hvort hann sé í rauninni svona rosalega góður eða hvort þetta hafi verið grillur unglingsáranna. Því hef ég verið að renna mér í gegnum Íslandsklukkuna að undanförnu sem ég hélt lengi fram að væri mín uppáhaldsbók af öllum.

Þegar ég hélt slíku fram var ég reyndar lúðalegur og hátíðlegur menntaskólanemi, fullur lotningar í garð íslenskrar þjóðmenningar. Það hefur dálítið breyst (vona ég alla vega) á þessum tíu árum.

Skemmst er frá því að segja að Íslandsklukkan er enn alveg feykigóð, jafnvel frábær. Hún er hins vegar ekki besta bók allra tíma – auðvitað langt frá því. Þetta er að vissu leyti barn síns tíma, þjóðernistónninn í henni eldist til dæmis frekar illa. Jón Hreggviðsson er reyndar jafnskemmtilegur og áður og margt fleira fólk þarna. Arnas og Snæfríður tala hins vegar alltaf eins og í 17. júní ræðum, eru með eindæmum óheillandi og leiðinleg bæði tvö.

Einhvern veginn hrífst maður heldur ekki lengur af ræðunni um barða þrælinn og feita þjóninn, kannski vegna þess að maður vill þokkalega frekar vera feiti þjónninn heldur en að halda í frelsisþráhyggju og blekkingu þar að lútandi um að smáþjóðir ráði í raun og veru öllu sem þær vilja. Ísland hefur heldur betur farið flatt á ,,barða þræls“-stefnunni undanfarið, standandi fyrir utan allt. Gott ef það allt er ekki gjaldþrota núna og nú beri okkur einfaldlega að hætta þessu rugli ganga í ESB, hlusta aðeins á Úffelen greifa. Hann var kannski ekki svo vitlaus eftir allt saman.

En, eins og áður sagði, áfram er Íslandsklukkan meistaraverk. En alls ekki uppáhaldið lengur.

Hefði fengið fullt hús fjögurra stjarna fyrir tíu árum en nú er það:

***1/2 (tæp)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s