Den afrikanske farm

9788702062410_mlSjálfsagt er Den afrikanske farm (eða Jörð í Afríku eins og hún nefnist upp á íslensku) frægasta bók Karen Blixen. Hún byrjar vel, er póetísk og falleg. En þetta er barn síns tíma. Vel má vera að það sé rétt sem sagt er að Blixen hafi þótt víðsýn manneskja á sínum tíma og meðal annars síður tala niður til blökkumanna en samtímafólk hennar. Það breytir því þó ekki að hún talar nú samt niður til þeirra. Talar um þá eins og hún sé að tala um dýr eða börn. Virðist ekki líta á þá sem viti bornar verur á borð við hinn gáfaða hvíta mann.

Af þessu leiðir að það er ákveðinn keimur af valdhroka í þessari bók. Blixen talar fyrir glataðri kynslóð sem tók við af annarri glataðri kynslóð. Fólk sem leit á það sem náttúrulögmál að annað fólk væri því undirokað. Þetta verður eiginlega til þess að það er ómögulegt að hrista af sér ógeðfellda slikju af kynþáttahyggju og virkilega njóta þess hins fagra sem þessi bók þó færir fram. Því að þegar henni tekst best til þá sannar hún að höfundur hennar var gæddur ríkri skáldgáfu. Bókin er auk þess stórmerkur vitnisburður um ákveðið aldarfar, hvað atburði, hugarfar og hugmyndasögu varðar.

En hún er of ójöfn til þess að geta talist virkilega gott verk. Vantar heildartón í hana og hreinlega ritstjórn. Lengst gengur það þegar hún síðla í verkinu er allt í einu farin að steypa inn hluta með stuttum gamansögum sem ekkert eiga skylt við framvindu sögunnar að öðrum leyti. Og svo er það enn og aftur valdhrokinn. Hann hrífur burt sjarmann.

Einkunn: 7,5

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s