Dronningeofret eftir Hönnu-Vibeke Holst

Það að ég sé nú búinn með allan þríleik Hönnu-Vibeke Holst um danska samtímapólitík á mettíma hlýtur að þýða það að bækurnar hennar halda vel. Það gera þær líka, jafnvel þó að í síðasta hluta þríleiksins, Dronningeofret (2008), sé lopinn farinn að teygjast ansi mikið.

Áfram er það þannig í lokabók þríleiksins að þetta nær ekki nema afþreyingarplani og er svo sem ekkert út á það að setja. Þó er það athyglisvert að höfundurinn hefur ekki viljað sætta sig við slíka stimpla og vill halda því fram að þetta séu ekki ómerkari bækur en þær sem hlotið hafa æðstu verðlaun í dönskum bókmennum undanfarin ár og kennir um snobbi og karlrembu.

Hvort sem það var vegna þessarar gagnrýni hennar á eigin ,,titlaleysi“ eða af öðrum ástæðum, þá varð nú samt Dronningeofret fyrir valinu þegar að ein þekktustu dönsku bókmenntaverðlaunin, de Gyldne Laurbær, voru veitt í ársbyrjun.

Oft hef ég skrifað um þá tísku undanfarin ár að leggja að jöfnu afþreyingu og listræn verk þegar kemur að því að meta listræna sköpun. Þetta þykir voða fínt og til mikils marks um umburðarlyndi og gott ef ekki víðsýni. En það er einfaldlega munur á þessu tvennu, tilgangur annars er að höfða til breiðs markhóps og beinlínis að selja sem mest. Tilgangur hins er að búa til sem besta list og skeita þá minna um viðtökur eða hvað telst ,,söluvænlegt“ þau misserin.

Kronprinsessen gaf góða mynd inn í veröld stjórnmálamanna á æðstu stigum og þá helst stöðu kvenna í þeim heimi. Kongemordet varpaði ágætu ljósi á stöðu kvenna í ofbeldisfullum samböndum. Það voru kostir þeirra bóka. Dronningeofret er hins vegar frekar snauð og heldur mikil endurtekning, sérstaklega á efni fyrstu bókarinnar. Persónurnar eru illa uppteiknaðar, karíkatúrískar og tvívíðar sem gerir það að samúð manns með þeim er lítil sem engin. Atburðarás öll er fremur fyrirsjáanleg, langdregin og litlaus. Hanne-Vibeke Holst reynir að kafa ofan í Alzheimer-sjúkdóminn með því að láta eina aðalpersónuna fara að finna fyrir hrörnunareinkennum hans. Þetta heppnast frekar illa, er gert af takmarkaðri natni og verður full áreynslukennt.

Þetta eru ágætar bækur fyrir sinn hatt, svona svipað og Arnaldur eða Mankell. Bækur til að renna sér í gegnum þegar að maður nennir ekki að pæla.

En það verður að teljast dálítil gengisfelling á dönskum bókmenntum að velja Dronningeofret, klisjukenndan sjoppuróman, sem bestu bók liðins árs.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s