Útkall: Flóttinn frá Heimaey eftir Óttar Sveinsson

Stundum er sagt á Íslandi að þar gerist fjárakornið aldrei neitt. Það afsannast algjörlega þegar að lesnar eru Útkallsbækur Óttars Sveinssonar sem nú hafa komið út um árabil, yfirleitt ein á ári, og eru farnar að skipta tugum. Í myrkasta skammdegi síðasta vetrar var ég mörg síðkvöld í röð frá mér numinn af spenningi og innlifun inn í þá algjörlega einstæðu lýsingu af Geysisslysinu á Vatnajökli 1950.

Óttari tókst í þeirri bók að varpa upp lifandi myndum af þeim dramatískum atburðum sem þá áttu sér stað og myndu léttilega geta slegið út hvaða billjón dollara stórslysamynd sem er frá Hollívúdd. Nú tók ég til við lýsingar Óttars af öðrum ótrúlegum hamförum, gosinu í Eyjum 1973.

Í þeirri bók (sem kom út um síðustu jól ásamt þeirri hljóðbók sem ég hlýddi á) nær Óttar ekki sama flugi. Fókusinn er ekki nógu skarpur á söguþráð og lýsingu á andrúmslofti. Hann segir sögu of margra í stað þess að einbeita sér að færra fólki og beita aðferðum um hluta fyrir heild í þeim frásögnum. Miklu flugi nær hann þó í sögunni að fjölskyldunni sem tvístrast á hafnarbakkanum við rýmingu eyjarinnar fyrstu gosnóttina og þeim skelfilega efa sem foreldrarnir eru haldnir um örlög barna sinna -hvort þau eru heil á húfi á leið til lands eða fórnarlömd verstu örlaga.

Útkallsbók þessi er þó góð upprifjun og áminning um hversu mikill dugnaður og elja var einkennandi meðal íbúa í Vestmannaeyjum og þeirra sem björguðu því sem bjargað var á gosstöðvunum við lífshættulegar aðstæður. Einnig er aðdáunarverður samhugur allrar þjóðarinnar og falleg og góð þau orð ráðamanna að vandi Eyjamanna sé vandi Íslendinga allra. Auðvitað var það svo.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s