Sagan um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur

Einhvern veginn hefði enginn passað betur til þess að setja ævisögu Bíbíar Ólafsdóttur niður á blað en Vigdís Grímsdóttir. Sagan um Bíbí Ólafsdóttur rímar enda nokkuð vel við hennar rithöfundarferil þar sem aðalpersónurnar hafa oftar en ekki verið svipaðs eðlis og máské lifað í einhverjum viðlíka veruleika og sá sem Bíbí Ólafsdóttir þarf að horfast í augu við.

Sagan um Bíbí er saga íslenskrar alþýðukonu, saga seinni hluta síðustu aldar meðal fólks sem þurfti að heyja harða lífsbaráttu. Saga hennar sýnir það, enn einu sinni, hversu fortíðarþrá er skrýtin kennd og hversu lítið stendur á bak við það þegar að fólk lýsir því yfir að ,,allt hafi nú verið betra í gamla daga“. Grimmdin gagnvart börnum er oft miskunnarlaus, svigrúm til tilfinninga og úrlausna þeirra ekkert og út úr þessu koma heftir og skemmdir einstaklingar sem síðan eiga erfitt með að fóta sig á fullorðinsárunum.

Best sést þetta á sambandi Bíbíar við móður sína, konu sem aldrei þorði að elska eða sýna henni ást sína, fyrr en undir það síðasta, vegna þess að hún sjálf hafði verið beitt hryllilegri meðferð sem niðursetningur í sveit. Lýsingar á þeirri grimmd eru eins og aftan úr miðöldum en ekki frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Þetta veldur grimmúðlegu viðhorfi hennar sjálfrar, sem meðal annars birtist í sambandi hennar við dóttur sína.

Allur uppvöxtur Bíbíar og fullorðinsár eru svo mörkuð dramatískum sorgum, áföllum í bland við gleði og betri tíma að úr verður heljarinnar epísk saga af alþýðulífi íslenskrar konu.

Góð og nauðsynleg saga.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s