Snabba Cash eftir Jens Lapidus

Of mikil inntaka rétt svo sæmilegra glæpasagna getur gert mann vantrúaðan á að sú bókmenntagrein hafi yfir höfuð upp á nokkuð að bjóða annað en sömu flatneskjuna aftur og aftur. Svona hefur lapþunna stöffið þeirra Hennings Mankells, Stieg Larssons og fleiri farið með mann. Stundum finnst manni maður alltaf vera að lesa/hlusta á sömu klisjukenndu söguna aftur og aftur.

Í slíku árferði er gaman að rekast á sögu sem býður upp á eitthvað nýtt og kemur manni jákvætt á óvart. Það má Snabba Cash eftir Jens Lapidus eiga (Fundið fé á íslensku, útg. 2008). Jens Lapidus kemur sterkur inn með þessari bók og sýnir, strax í fyrstu bók sinni, margfalt meiri rithöfundarhæfileika en til dæmis metsölumennirnir Larsson og Mankell sem eru svona álíka ferskir í sínum bókum og Spaugstofan er í djókinu.

Snabba Cash er kannski sérstaklega skemmtileg fyrir þá sem eitthvað þekkja til sænsks samfélags og sér í lagi þeirra sem vel þekkja til staðhátta í Stokkhólmi. Hvort tveggja tel ég mig gera þokkalega. Þess vegna eru lýsingar Lapidus af yfirstéttarlífinu í ríkramannahverfinu Östermalm í miðjum Stokkhólmi mjög flottar. Hann lýsir vel þessum fullkomlega fáránlega hópi sem þar býr og virðist hafa setið fastur í fatatísku og háttalagi eitís uppa. Strákarnir ganga um í sjóarajökkum eins og breskir fyrirmenn, með skyrtuna hneppta niður á nafla og í mokkasíum. Á sumrin setur þessi karlkyn þessa þjóðflokks svo kannski bleikt der á hausinn og er ekkert að djóka með bundnu laxableiku bómullarpeysuna um axlirnar.

Þetta lið hangir á snobbklúbbum á nóttunni og sýgur kókaín, vinnur í kauphöllunum á daginn og kemur óþarflega mikið því óorði á Stokkhólm að það sé leiðinleg og snobbuð fjármálaborg uppfull af ríkum bjánum. Það er nefnlega rangt. Stokkhólmur er fínn. Þetta er bara svona á Östermalm og sérstaklega á Stureplan.

Sagan segir sem sagt frá svona Talented Mr. Ripley-persónu sem blekkir sig inn í hóp ríku krakkanna á klúbbunum. Smám saman fer hann að díla kókinu sem allur hópurinn lifir á á klúbbunum og eitt leiðir af öðru. Sagan fléttast svo við sögu ungs manns af chileskum ættum sem flýr úr fangelsi rétt við Stokkhólm og svo einn leiðtoga glæpagengis sem er af júgóslavneskum rótum.

Ekki þekki ég nú mikið til undirheima Stokkhólms af eigin raun, ekki neitt raunar, en einhvern veginn finnst mér ekki ólíklegt að Lapidus takist að draga upp nokkuð raunsanna heildarmynd af ástandinu þar og sérstaklega vel tekst honum upp í að lýsa keðjunni frá fátækum brasilískum burðardýrum kóks þaðan til Evrópu og alla leið upp í nasir allra ríku krakkanna á Stureplan.

Snabba Cash er flott saga, öðruvísi, trúverðug og nýstárleg. Miklu, miklu betra en þetta Millenium-dót sem mér er fyrirmunað að skilja af hverju er búið að leggja heiminn að fótum sér.

Snabba Cash hefur reyndar enn aukið á óbragð mitt gagnvart asnalega liðinu á Östermalm. En á það ber að líta sem kost.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s