Den Orolige Mannen eftir Henning Mankell

Það þýðir víst lítið sem ekkert að neita því að ég hef verið forfallinn neytandi bókaflokks Hennings Mankell um lögreglufulltrúann Kurt Wallander í skánska þorpinu Ystad. Hef annað hvort lesið eða hlustað á allt safnið. Ég nota orðið ,,neytandi“ en ekki aðdáandi, vegna þess að þessi lestur/hlustun á Wallander-bækur Mankells kallar alltaf fram visst óþol í mér hvað þetta sé nú í bland illa skrifað og marflatt.

Ég held að flestir trúir lesendur Wallander-bókanna hafi raunar staðið í sömu meiningu og ég, að seríunni hefði lokið árið 2002 með Innan frosten þar sem Linda, dóttir Wallanders er að vísu í forgrunni. Sjálfur virðist Mankell til dæmis ekki flokka þá bók með Wallander-bókum, ef marka má heimasíðu hans. Sé þeirri flokkun fylgt þá er nýútkomin bók um Kurt Wallander, Den Orolige Mannen, sú fyrsta um þessa frægu söguhetju í heilan áratug (frá Pyramiden, 1999).

Sumar af Wallander-bókum tíunda áratugarins voru orðin hrein fjöldaframleiðsla, eins og svo oft vill verða þegar að glæpasagnahöfundar festa sig í því að verða að gefa út eina bók á ári um söguhetjurnar sínar til þess að þóknast spenntum lesendahóp sínum. Nokkrar bókanna voru hinir prýðilegustu krimmar, aðrir voru hreinlega lélegir.

Eitthvað er það nú samt greinilega við þessar bækur sem heldur þeim sem þetta ritar við efnið. Alla vega hef ég rennt mér í gegnum þetta allt saman og yfirleitt ekki linnt látum í stanslausri hlustun fyrr en allt er búið. Og ég var bara nokkuð spenntur við hlustun nýjustu bókarinnar Den Orolige Mannen.

Þrátt fyrir að Wallander sé orðinn sjö árum eldri en hann var þegar síðast fréttist af honum hefur samt lítið breyst, hann hefur reyndar keypt sér langþráð hús úti á landi og fengið sér hund. Annars er allt óbreytt, hann er áfram sami vinnualkinn, einfarinn, jafn óhamingjusamur og það er sama óeirðin í honum. Við bætast svo óafturkallanlegir kvillar sem best er að segja ekki meira um hér enda leiðinlegt að uppljóstra of miklu fyrir áhugasömum lesendum bókarinnar.

Linda, dóttir hans, er komin í samband við mann og eignast með honum barn. Skömmu síðar hverfa foreldrar hans við grunsamlegar aðstæður og atburðarás fer af stað sem best er að segja heldur ekki of mikið frá en samt má alveg segja að hún heldur barasta alveg ágætlega, miðað við allt og allt.

Íslenska hrunið kemur lítillega við sögu í bókinni, þar sem tengdasonur Wallanders, sá sem á týndu foreldrana, vinnur hjá íslensku útrásarfyrirtæki í Kaupmannahöfn og þeim vinnuveitendum er lýst sem svona frekar spúkí karakterum – þar sem allt gengur óskiljanlega vel alveg þangað til allt fer skyndilega að ganga óskiljanlega illa. Nokkuð nærri sannleikanum bara.

Henning Mankell tekur af allan vafa um það í lok bókarinnar að bókaflokknum sé lokið. Hann segir það hreinlega berum orðum og býr raunar þannig um endana að fleiri bækur um Wallander, rannsakandi glæpamál, eru óhugsandi. Það er ekki laust við að maður finni til dálítils trega yfir því. Þetta hefur verið góð samvera, einkennst á stundum af því að tuða yfir því hvað þetta sé lélegt en bak við hefur nú samt alltaf blundað áframhaldandi áhugi á því hvað myndi gerast næst í lífi skánska lögreglufulltrúans. Nú er því sem sagt lokið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s