Hypnotisören eftir Lars Kepler

Parið Alexandra Coelho Ahndoril og Alexander Ahndoril ætlaði víst að halda því leyndu að þau væru fólkið á bak við höfundarnafnið Lars Kepler sem er nýjasta æðið í sænsku krimmunum eftir glimrandi söxess frumsmíðarinnar Hypnotisören. Eftir uppljóstrunina hafa þau mætt í viðtöl og ekki farið leynt með áhrifin frá Stieg Larsson en ,,Lars“ í höfundarnafninu Lars Kepler mun einmitt vera honum til heiðurs.

Eðlilega hefur bókin verið markaðssett sem svona ,,ef þú last Stieg Larsson, þá fílarðu þetta!“.

Og þetta er kannski í svipuðum dúr að einhverju leyti. Um mig á reyndar setningin ,,ef þér leiddist Stieg Larsson, þá leiðist þér líka yfir þessu“. Ég botna nefnilega ekki í því hvað er svona nýstárlegt og frábært við Stieg Larsson og ekki finnst mér þetta heldur marka nein tíðindi í sænskum glæpabókmenntum. (Ef fólk vill eitthvað nýtt og ferskt í sænskum krimmum á það frekar að lesa Jens Lapidus.) Þetta er reyndar keyrt áfram dálítið eins og bíómynd og maður sér alveg ljóslifandi fyrir sér bíómyndina sem gerð verður eftir bókinni (hún verður gerð, það er auðvitað löngu komið í prósess).

Hypnotisören er fínn þriller meðan að höfundarnir halda sig við atburðarás nútímans en um miðbik bókar kemur alveg óbærilega langdreginn útúrdúr frá tíu árum áður sem skýrir bakgrunn atburða nútímans. Þessi heillangi útúrdúr fer langt með að eyðileggja uppbyggingu sögunnar og það tempó sem komið var á fulla fart.

Þetta er ekkert spes, en svo sem allt í lagi að hlusta á þetta meðan maður berst í gegnum köbenhavnska snjóskafla á hjólinu sínu.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s