Harmur englanna eftir Jón Kalman Stefánsson

Ég held að ég hafi í gærkvöldi verið að klára eina bestu nýlegu íslensku skáldsögu sem ég hef lesið í nokkur ár.

Ég þurfti að taka smá tilhlaup að Harmi englanna eftir Jón Kalman Stefánsson, sérstaklega vegna þess að ég var ekki eins svakalega hrifinn af undanfaranum, Himnaríki og helvíti, og margir voru. En ég ákvað að gefa henni séns.

Það var eins gott.

Það má vel vera að það sé klisjukennt og meira að segja væmið að segja að ég hafi notið Harms englanna eins og dýrra, belgískra konfektmola. En þannig er það bara. Ég tók einfaldlega frá stundir hér og þar og las tíu blaðsíður og heillaðist af mögnuðum stílnum og þessum þrungna skáldskap Jóns Kalmans. Hvert orð er á sínum hárrétta stað og skáldið Jón Kalman Stefánsson má eftir þessa bók heita stórskáld fyrir mér.

Harmur englanna er ekki bara afrek í skáldskap, meistaraverk. Áleitið söguefnið sannfærir mann líka enn betur um hversu grótesk blindni og letileg vankunnátta felst í því að Íslendingar nú séu að barma sér og kalla sig fátæka – eins og ríkir, frekir krakkar sem halda að fátækt sé að fá ekki lúxusdrossíu í gjöf frá pabba sínum sama dag og maður fær bílprófið.

Þessir sem halda að samdráttur í fasteignasölu og innflutningi nýrra bíla sé fátækt ættu að lesa Harm englanna. Þetta er sönn saga þó að hún sé skálduð. Kynslóð barna aðalpersónunnar í sögunni, stráksins, er á elliheimilum landsins í dag. Það er ekki lengra síðan að fólk bjó í moldarkofum á Íslandi og varð úti í vorhretum við sín daglegu störf.

Harmur englanna er stórkostlegur skáldskapur, ekkert minna.

(Útgefandinn fær reyndar örlítinn mínus fyrir plebbalega enskuskotna stafsetningarvillu í titlinum á koverinu. Það er asnalegt að kunna ekki íslenskar stafsetningarreglur um titla þegar maður er bókaútgefandi)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s