March Violets eftir Philip Kerr

Sá á vefnum um daginn meðmæli með glæpasögum Philips Kerr þar sem sögusviðið er yfirleitt Berlín á dramatískum tímum. Sem aktívur hlustandi glæpasagna og eilífur aðdáandi Berlínar þá beit ég á agnið.

Byrjaði á því að hlusta á fyrstu bók af þeim sex sem út hafa komið í flokki Kerrs um söguhetjuna Bernard Gunther.

Þetta er mjög klassísk, óld-fassjónd svona noir-glæpasaga, mikið af brenndum drykkjum, sígarettum og að minnsta kosti 20 kaldhæðnum töffarafrösum á hverri síðu. Gerist í Berlín 1936, á tímum þar sem úr nóg er af vondum köllum út um allt í höfuðborg Þriðja ríkisins.

Þetta er svo sem ágætt fyrir sinn hatt og maður verður bara að stilla sig inn á konseptið og hafa gaman af töffarafrösunum og stælunum. En samt ekki beint hrífandi og verður þar að auki frekar langdregið og þreytandi þegar líður tekur á söguna. Var meira að segja að því kominn að gefast upp á tímabili.

Maður lendir samt alltaf í smá klemmu þegar um er að ræða svona vinsælar bækur eins og þær í þessum flokki um hetjuna Gunther. Fyrsta bókin vill nefnilega oft verða ansi stirð og slöpp en svo nær höfundurinn flugi í næstu bókum á eftir. En á móti kemur að slæm fyrsta bók kemur manni ekki beinlínis á sporið að halda áfram að lesa. Til dæmis hef ég aldrei nennt meiru en fyrstu bókinni hans Ian Rankins, einfaldlega af því að hún var léleg og leiðinleg. Held ég geymi því alla vega Bernard Gunther og hans ævintýri og sjái hvort ég muni einhvern tíma nenna að tékka á framhaldinu.

Auglýsingar

Ein athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

One response to “March Violets eftir Philip Kerr

  1. Gestur Páll Reynisson

    Ef ég væri þú myndi ég prófa næstu tvær, það er sérstaklega í þeirri þriðju þar sem maður finnur fyrir hæfileikum Kerr´s á ritvellinum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s