Man in the Dark eftir Paul Auster

Nýbúinn með aðra nóvelluna mína á stuttum tíma. Ekki nógu hrifinn af Guðbergi um daginn en þessi sem ég var að klára hitti hins vegar þráðbeint í mark.

Meistari Paul Auster er ekki vanur að klikka og það gerir hann ekki heldur í Man in the Dark, nóvellu frá 2008.

Ég leyni því ekki að ég er gríðarlegur aðdáandi Paul Austers. Því meiri kröfur geri ég þá auðvitað til hans. Einstaka sinnum klikkar hann og ég var, satt best að segja, pínu hræddur um að hann væri að feta sömu slóð í þessari bók og í annarri nýlegri nóvellu, Travels in the Scriptorium frá 2006. Hún var nefnilega ekki góð.

Man in the Dark er hins vegar alveg hrein stórgóð. Á það sameiginlegt með öðrum góðum verkum Austers hvað þau eru marglaga þannig að maður getur lesið þau tíu eða tuttugu sinnum, alltaf út frá nýjum vinkli og einni af þessum mörgu pælingum sem þar finnast.

Hér er hann til dæmis að takast á við hugmynd sem ég heyrði hann reyndar setja fram í viðtali fyrir sirka fimm árum þar sem hann lagði til (þetta var á myrkustu árum Bush-tímabilsins) að New York, og svæði í skyldum pælingum, myndu segja sig úr Bandaríkjunum og stofna ríki sem ekki væri stjórnað af stjörnuvitlausum fanatíkerum. Ég hélt að þetta væri bara svona hnyttin hugsun hjá honum og hef reyndar stundum fengið hana lánaða frá honum síðan í spjalli við vini og kunningja um Bush og aðra brjálæðinga.

Auster var hins vegar greinilega á fullu með að ímynda sér þennan veruleika og í Man in the Dark sprettur þessi hugmynd fram í höfði aðalpersónunnar sem býr til sögusvið borgarastyrjaldar í Bandaríkjunum þar sem einmitt frjálslyndu ríkin við sitt hvora störnd Bandaríkjanna berjast við sambandssinna undir stjórn Bush.

Auster segir margar sögur í þessari bók, spilar þannig á einn meginstyrk sinn, og úr verður þétt og flott saga.

Ekki á við það allra besta sem ég hef lesið eftir hann (eins og Book of Illusions,  Moon Palace og New York-þríleikurinn) en alveg þrusugott samt.

Það rifjast alla vega alltaf það sama upp fyrir mér þegar ég klára frábæra Paul Auster-bók: af hverju er maður ekki búinn að lesa enn þá meira af bókunum hans, helst allt?

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s