Min amerikanske drøm eftir Martin Krasnik

Eitt af því sem ég á eftir í lífinu er að koma til Bandaríkjanna. Stundum líður mér eins með þessa staðreynd og ég hefði alla ævi búið úti á landi en aldrei komið til höfuðborgarinnar. Ég er búinn að sjá flestar af stórborgum Evrópu (nja, reyndar slatti eftir) en mér finnst ég eiga mikið ólifað að hafa aldrei nokkurn tíma komið til New York.

Þangað til er hægt að ferðast í huganum og nota bækur, eins og bók danska blaðamannsins Martins Krasnik um ameríska drauminn hans, sem ferðalag í huganum.

Þetta er viðtalsbók þar sem Krasnik, lengi fréttaritari í Bandaríkjunum, hittir margt af helsta mektarfólki menningarlífsins vestanhafs, einkum í lista-, fjölmiðla- og akademíska geiranum. Stórkanónur eins og Joan Didion, Philip Roth, Tom Wolfe og Francis Fukuyama eru þarna teknar tali. Gaman að heyra í Didion, Roth og Wolfe til dæmis – gamlar hetjur í mínum huga.

Krasnik er að reyna að fanga bandaríska andann í þessari bók og varpa ljósi á fjölmiðlaumhverfið, samspil trúar og pólitíkur, skotgrafirnar milli ,,líberalanna“ og ,,níokonanna“ og gjáina hyldjúpu á milli þeirra blokka og allt hitt sem gerir Bandaríkin svo brjálæðisleg, æðisgengin (í góðri og slæmri merkingu), hryllileg en aðdáunarverð á sama tíma.

Þetta er fínasta stöff, skrifað af færum blaðamanni, og gerir ekkert í því að lina þrána hjá manni eftir langþráðum kynnum af Bandaríkjunum. Er reyndar meira portrett af flórunni í New York en Bandaríkjunum öllum en ég kvarta svo sem ekkert sérstaklega undan því. Martin Krasnik má nefnilega alveg hafa sinn ameríska draum í New York. Skil hann bara vel.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s