Eksil eftir Jakob Ejersbo

Það er ekki ofsagt að svokallaður ,,Afríkuþríleikur“ danska rithöfundarins Jakobs Ejersbo hafi verið tolk-of-ðe-tán hér í Danmörku undanfarin misseri. Ejersbo féll sjálfur frá í baráttunni í krabbamein, einungis tæplega fertugur, áður en þríleikurinn kom út en síðustu mánuðina vissi hann að hverju stefndi og lagði því nótt við nýtan dag við það að koma verkinu í heild frá sér og leggja svo drög að því að það kæmi út í þremur hlutum með stuttu millibili.

Bækurnar eru nú alla komnar út og hafa undanfarin misseri, allar þrjár, setið sem fastast á danska topp-tíu listanum yfir best seldu skáldverk landsins.

Ekki fer nú alltaf saman hæp og gæði, munum að lýðurinn valdi Barrabas.

En þetta er ein þessara gleðilegu undantekninga. Alla vega í tilviki fyrsta hluta þríleiksins, Eksil.

Eksil gerist, eins og allar bækurnar þrjár, í hinu lokaða samfélagi fólks frá ,,þróuðu löndunum“ í Tanzaníu á níunda áratug síðustu aldar. Þetta er hópur fólks sem einhvern veginn hvergi á heima, hefur ekki fundið sig heima í rigningunni og þaulskipulagða samfélaginu þar en er ekki heldur á heimavelli í Afríku þó það fái sig engan veginn til að flytjast þaðan. Þau hópa sig saman og lifa einangruðu lífi sem ekkert á skylt við þær aðstæður sem ríkja hjá þeim 99% íbúa landsins sem aldrei hafa kynnst norðlægum rigningarsudda og rúðustrikuðu samfélagsmynstri.

Enn meira verða svo börn þessa fólks ringluð, börn sem e.t.v eru fædd inn í þennan lokaða heim og þekkja ekki heimaslóðir foreldra sinna af eigin raun en lifa samt lífinu samkvæmt þeim gildum sem þar vour höfð í heiðri – en svo gengur það einhvern veginn samt ekki. Þetta verður allt voðalega flókið og erfitt.

Ég hafði öðlast dálitla innsýn inn í þennan heim eftir stórmerkilegar frásagnir góðrar vinkonu minnar sem ólst upp við návkæmlega þessar aðstæður, einmitt á níunda áratug síðustu aldar. Og það er ótrúlega margt sem rímar milli þeirra frásagna og sögunnar Eksil. (Reyndar þarf þessi vinkona mín líka að setja sína sögu á blað og koma í útgáfu. Íslenskar bókmenntir myndu græða mikið á því. Taktu þetta til þín, HS)

Í Eksil eru rótlausir unglingarnir í brennidepli. Þeim líður illa, foreldrar eru of örvinglaðir, fjarrænir og oft andlega brotnir til að geta sett þeim almennileg mörk og eru oftar en ekki sjálfir skelfilegar fyrirmyndir barnanna sinna og koma illa fram við þau. Unglingarnir eiga erfitt með að átta sig á sinni flóknu sjálfsmynd enda mjög á flökti hvert sé raunverulega þeirra ídentítet.

Ég ætla að halda áfram að sökkva mér ofan í þennan þríleik og skipa hér með einhverju íslensku bókaforlagi að kaupa réttinn af þessu, þýða og gefa út. Þetta er gott stöff, mjög margbrotið og býður upp á miklar pælingar. Bækur sem eiga erindi við umheiminn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s