Jeg forbander tidens flod eftir Per Petterson

Hinn stórgóði bókmenntaþáttur Seiður og hélog á Rás 1 stendur fyrir glæsilegri umfjöllun um tilnefndar bækur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs ár hvert. Í fyrra var meðal annars fjallað um bók sem síðar vann til verðlaunanna, bók sem í hérumræddri danskri þýðingu heitir Jeg forbander tidens flod og er eftir hinn mjög svo þekkta norska rithöfund Per Petterson.

Mig minnir að Jórunn Sigurðardóttir hafi verið sú þeirra tveggja umsjónarmanna þáttarins sem spjallaði um þessa bók og fannst hún fín en kannski ekki nógu tilþrifamikil til að verða Norðurlandameistari í bókmenntum (svo farið sé með nördalegan lókal orðaleik innan bókmenntaheimsins).

Muni ég þetta rétt, þá lýsi ég mig nú sammála þessu mati. Jeg forbander tidens flod er dágott bókmenntaverk en mér finnst hún samt frekar í ætt við skáldsögu svona ofarlega í meðallagi í árlega bókaflóðinu hér en að þetta sé svo mikið snilldarverk að ekki nokkur skálduð bók á Norðurlöndum hafi verið betur skrifuð í fyrra.

Ég sá nú alltaf Per Petterson dálítið í hyllingum, hafandi lesið essayur eftir hann og handleikið hans frægustu bók, Út að stela hestum (sem einmitt er víst útvarpssagan á RÚV um þessar mundir). En nú hef ég misst áhugann á honum, alla vega í bili.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s