Väninnan eftir Evu Franchell

Ég var ekki sá eini sem varð spenntur þegar fréttist af bók í sænskum bókabúðum snemma á síðasta ári sem fjallar um Önnu heitna Lindh og er skrifuð af Evu Franchell, vinkonu hennar og samstarfskonu til margra ára – þeirri konu sem stóð við hlið hennar þegar að Önnu var veitt banastungan septemberdaginn örlagaríka 2003 í NK-magasíninu í Stokkhólmi. Bókin var metsölubók í fyrra og í leiðinni mikið rædd og um efni hennar var deilt.

Ég keypti mér hana skömmu síðar í stærstu og flottustu bókabúð Norðurlanda, Akademibokhandeln á Mäster Samuelsgatan í Stokkhólmi. Síðan ætlaði ég alltaf alveg að fara að lesa hana en gerði svo að lokum það sem ég geri svo oft í tímaleysi mínu. Ég tók hana á bókasafninu í Malmö í staðinn og hlustaði á hana, svo til í einum rykk.

Väninnan er auðvitað um margt mjög forvitnileg frásögn enda er viðbúið að manneskjan sem stóð Önnu Lindh svona nærri hafi frá afar mörgu að segja. Hún fer yfir tímabilið frá miðjum tíunda áratugnum og fram til síðustu ára fyrir ritunartímann og einblínir að mestu á hvernig landslagið leit út frá sænska sósíaldemókrataflokknum. Miklu púðri er eytt í að greina frá innanflokkserjum þar og sannast það þar enn og aftur að enginn skyldi halda að það sé eitthvað einangrað íslenskt fyrirbæri að ljótustu og grimmustu átök í pólitík fari ávallt fram innan flokka.

Þessi átök eru þó einnig valdur að því að höfundurinn sleppur ekki frekar en aðrir við að sýkjast af því blinda hatri, heift og biturð sem fylgir slíkum átökum og þess vegna verða lýsingar á mönnum og málefnum svo litaðar, hlutdrægar og svarthvítar að það verður bæði afar þreytandi til lengdar og ómarktækt.

Það er til dæmis ekki einleikið hvað Göran Persson er alltaf ólíðandi og óþolandi að öllu leyti og það sama á við um aðra toppa eins og fyrrum fjármálaráðherra Svíþjóðar Pär Nuder. Einatt tekst Evu að leggja allt þeirra starf út á versta veg og skirrist t.d. ekki við að setja upp skáldaðar senur í bókinni þar sem illur hugur þessara ómenna er opinberaður.

Að sama skapi virðist Anna Lindh að mestu hafa verið laus við mannlega breiskleika samkvæmt þessari bók, alla vega pólitískt. Allt sem hún gerir var alltaf satt og rétt, eða það er alla vega tónninn sem sleginn er.

Tólfunum kastar í lýsingum af forkastanlega hneykslinu sem sænska stjórnin gerðist sek um seint árið 2001 þegar að tveir Egyptar voru sviptir öllum réttindum og fluttir, með samþykki og meðhjálp sænskra stjórnvalda, af bandarísku leyniþjónustunni til Egyptalands án nokkurra tryggingar um að þar myndu bíða þeirra réttlát réttarhöld og að mannréttinda yrði gætt. Eva reynir á afar aumkunnarverðanhátt að hvítþvo þátt Önnu Lindh í þessu ákvarðanatökuferli, setur upp ömurlega röksemdafærslu um að Anna hafa ekki getað staðist hópþrýstinginn og þurft að skrifa undir mannréttindabrotið og réttarmorðið. Það er s.s. í lagi að brjóta mannréttindi og fremja réttarmorð ef manni finnst maður vera undir þrýstingi.

Þar voru ráðherrar á borð við Thomas Bodström og Önnu Lindh sek um ljóta hluti og þar þýðir ekkert að kasta ábyrgðinni yfir á lægra setta embættismenn.

Bókin er ójöfn að gæðum, stundum flýtur hún vel og er skemmtileg og spennandi. Á öðrum stöðum, sérstaklega framan af, er hún hins vegar illa byggð, sérstaklega þegar höfundurinn fer að skrifa í samhengislitlum stiklustíl sem passar frásögninni einkar illa.

Samt alveg hægt að taka klisjuna á þetta og segja að þetta sé bók ,,fyrir allt áhugafólk um sænsk stjórnmál“, svo ég haldi nú áfram að vitna til þess afar fjölmenna hóps, eins og um daginn.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under bækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s