Jens Otto Krag 1914-1961 eftir Bo Lidegaard

Bók um danskan stjórnmálamann sem aktívastur var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar – hljómar það spennandi? Nei, sjálfsagt ekki. Þetta er eiginlega dæmigert nördadæmi að leggja sig eftir slíku verki – dæmi um stjórnmálasögunördaskap.

Ég er sem sagt svoleiðis nörd. Mér fannst virkilega fræðandi að kynna mér sögu stjórnmálamannsins Jens Otto Krag, eins valdamesta og áhrifaríkasta stjórnmálamanns Danmerkur á eftirstríðsárunum. Bókin er múrsteinn en er þó bara fyrri partur af tveimur og skýrir bara frá lífinu frá fæðingu og fram að hápunktinum á ferli hans. Hápunkturinn bíður sem sagt þangað til í seinna verkinu, þá verður hann einn merkasti forsætisráðherra 20. aldarinnar í Danmörku.

Þessi bók er reyndar mjög fjarri því að vera skemmtilestur, tilfinningin sem maður fær við lestur hennar er reyndar stundum ekki ólíkur þeirri þegar maður hefur í háskóla verið að brjótast í gegnum kennslubók. Þetta er ekki illa meint, það getur nefnilega verið erfitt að brjótast í gegnum kennslubækur sem þó í leiðinni geta verið ofboðslega fræðandi og upplýsandi og skilið mjög mikið eftir sig. Þetta er einmitt þannig bók.

Maður lærir gríðarlega mikið um danska 20. aldar stjórnmálasögu og raunar sögu alþjóðastjórnmála í álfunni í leiðinni og að einhverju leyti hugmyndasögu líka. Maður öðlast til dæmis annað og skilningsríkara sjónarhorn á þá sem fylgdu þeirri pragmatísku stefnu að lýsa yfir hlutleysi gagnvart hernámsliði Þjóðverja í Danmörku og gengu þar með ekki í lið andspyrnuhreyfingarinnar. Ítök Sovétmanna á Borgundarhólmi sýnir manni líka fram á hversu raunverulega ógnin við sovét-kommúnismann var framan af Kalda stríðinu. Við fáum líka gríðarlega fróðlegt yfirlit yfir þreifingar í alþjóðasamstarfi á Norðurlöndunum eftir stríð þar sem að Norðurlöndin gerðu hverja misheppnaða tilraunina á fætur annarri til að bindast nánum böndum í varnar- og viðskiptabandalögum. Þá er þetta mjög fróðlegt yfirlit yfir aðkomu Jens Otto Krags og félaga hans í danska sósíaldemókrataflokknum að mótun hins skandinavíska velferðarsamfélags en þar voru áhrifin mikið til komin frá Svíþjóð, t.d. frá Gunnari Myrdal.

Síðast en ekki síst er bókin geysifróðleg í yfirferð sinni yfir þróun Evrópusamstarfsins og stöðu Dana sem hvorki áttu skýran kost um það að ganga í það bandalag sem nú er orðið að ESB eða vera í viðskiptablokk Norðurlanda og Breta. Þar sveiflast hlutir til og frá, yfirleitt út frá samblandi af hagsmunum utanlands og innan.

Persónuleg saga Jens Ottos er einnig athyglisverð. Hann er að vissu leyti einfari. Hann er heimsborgari sem á erfitt með að festa sitt ráð, lifir litríku lífi í faðmi ólíkra elskhuga, skrifar skáldsögu eftir skáldsögu fyrir skúffuna og dreymir öðru hvoru um að yfirgefa allt og lifa kyrrlátu lífi í fjarlægu landi það sem eftir er. Hann festir ekki sitt ráð fyrr en hann er kominn vel á fimmtugsaldur, svona rétt áður en þessu fyrra bindi lýkur.

Ég dembi mér í seinna heftið einhvern tíma eftir smá tíma. Ég þarf aðeins að pústa eftir þetta góða torf allt saman. En það verður gaman að nördast í því líka þegar að þar að kemur.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s