Bonjour Tristesse eftir Françoise Sagan

Það er dálítill munur á danskri efnahagspólitík á eftirstríðsárunum, eins og í síðustu bók sem ég renndi mér í gegnum, og vangaveltum franska unglingsins Cécile í hinni klassísku nóvellu Françoise Sagan, Bonjour Tristesse.

Það er nú dálítið vel af sér vikið að hafa skrifað svona bók aðeins átján ára, eins og sagt er að Sagan hafi gert (nú veit maður ekki hvort það voru einhverjir draugapennar að baki sem veittu duglega aðstoð við verkið). Þetta eru dæmigerðar gelgjupælingar og framan af dettur manni það í hug sem kelling ein í Kaupmannahöfn segir í annarri bók sem ég er að lesa þessa dagana (Þóra biskups eftir Sigrúnu Pálsdóttur): ,,Hver hefur sínar sorgir, og ef engar eru búa menn þær til, þá úr smámunum.“

Cécile hefur nefnilega ekki undan ýkja miklu að kvarta. Hún er yfirstéttarstelpa sem svamlar í sjónum einhvers staðar á slóðum frönsku ríveríunnar og getur leyft sér að hafa helst áhyggjur af hugsanlegum kærustum og svo ástarlífi lausláts föður síns. Þegar að pabbinn ákveður hins vegar að gifta sig hrindir Cécile af stað atburðarás sem hún á algjörlega eftir að missa stjórn á. Eftir það verða sorgir hennar hins vegar raunverulegar.

Gaman að kynnast þessu verki, svona menningarsögulega séð, þetta var auðvitað talsvert brautryðjendaverk á sínum tíma, eitt af þessum fyrstu merkjum um æsku sem ekki ætlaði að lifa eftir sömu íhaldssömu gildum og höfðu ríkt um kynslóða skeið.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s