Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson eftir Braga Ólafsson

Þegar maður er kominn vel á veg með Handritið að kvikmynd Arnar Featherby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahúsinu eftir Jenný Alexson (hér eftir ,,Handritið“, svo ég fái ekki sinaskeiðabólgu) þá fer maður að átta sig á því að þetta er eiginlega bók sem maður þarf að lesa að minnsta kosti tvisvar til að átta sig á öllum víddunum sem liggja undir því fremur atburðasnauða yfirborði sem oft einkennir skáldverk Braga Ólafssonar. Og ekki bara það, maður þyrfti eiginlega að renna yfir Sendiherrann líka til að vera alveg viss um að maður hafi skilið það rétt á sínum tíma hver það er í raun sem segir þá sögu.

Bragi Ólafsson hefur alveg einstakt lag á því að leiða mann inn í sögu sem manni er nánast farið að hundleiðast að lesa þegar maður smám saman áttar sig á því að hann er að draga mann undir eitthvað yfirborð, hlaða allt undirliggjandi spennu og óvissu og hálfgerðri mystík (hver man t.d. ekki eftir stigmögnun ráðgátunnar um dularfulla skóparið úti á gangi í Samkvæmisleikjum eða blettinum á hótelgólfinu í Sendiherranum?).

Bragi skilur mann raunar eftir í lausu lofti nánast alla þessa sögu, allt þangað til í blálokin, maður er eiginlega í lausu lofti með allt, meira að segja af hverju er verið að segja þessa sögu yfirhöfuð. En, eins og fyrr sagði, þetta held ég að sé dæmigerð bók sem opnast fyrst við annan lestur. Og kannski hefði maður gott af því að lesa bækur oftar en einu sinni, ef það væri ekki alltaf í manni þessi fjárans óeirð að vaða alltaf næst í eitthvað annað og nýtt.

Afhjúpunin í lokin gerir það að verkum að maður bíður spenntur eftir þriðja þætti þessa fjórleiks Braga sem byrjaði á Sendiherranum þar sem væntanlega kemur betur í ljós hvort að Handritið var í raun bara útúrdúr eða fabúlasjón. Var Sendiherrann það þá kannski líka?

Kannski hin ísmeygilega óreiða aukist bara enn í næsta hluta. Það væri Braga líkt.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s