Hreinsun eftir Sofi Oksanen

Ég hef sjálfur gert mér grein fyrir því og fengið ítrekuð skilaboð um það frá umheiminum undanfarna rúma árið að Hreinsun eftir Sofi Oksanen sé bók sem maður verði hreinlega að lesa. Þetta var orðið spurning um ,,þegar“ – ekki ,,ef – að taka frá tíma í þennan lestur.

Hreinsun er um margt magnaður lestur. Sögusviðið er auðvitað magnað, Eistland í forgrunni en öll austurblokkin og sovétsystemið hryllilega allt um lykjandi og eftir hrun kommúnismans fara aðrir bandítar að terrórísa fórnarlömb sín – í þetta sinn glæpamenn sem nýta sér neyð, meðal annars með því að hneppa stúlkur í mansal; nútímafangelsi, þrældóm og pyndingar.

Maður gerir sér grein fyrir því, enn einu sinni, hvílíkur hryllingur það var að lenda ,,öfugu megin“ við járntjaldið eftir stríð. Stríðinu lýkur en ógninni lýkur aldrei – og kannski ekki stríðinu heldur. Ekki sér maður alla vega greinilega einhver skil við stríðslok í Eistlandi, eins og myndin er dregin upp í skáldsögu Oksanens.

Aliide, gamla konan og önnur aðalpersóna sögunnar, er geysilega flottur karakter. Hún fremur sín voðaverk en einhvern veginn mætir hún líka skilningi lesandans því að hún er bæði fangi eigin óhamingju og þráhyggju en kannski ekki síður eitt af milljónum dæma um einstaklinga sem verða að redda sér og verða kannski aðeins verri manneskjur til þess en þær hefðu orðið í mannvænlegra samfélagi þar sem lífið snýst ekki um að koma sjálfum sér upp úr dýinu með því að ná viðspyrnu á einhverjum öðrum sem þá sekkur.

Það sýnir kannski hversu heimurinn er ljótur að manni finnst maður vera farinn að kannast við sögu Zöru, hvort sem er úr kvikmyndum á borð við Lilyu-4-ever eftir Lukas Moodyson eða bara fréttaskýringum af ömurlegu hlutskipti fórnarlamba kynlífsþrælkunar. Það gerir sögu Zöru þó ekki minna sláandi fyrir vikið.

Að öllu þessu sögðu þá verð ég samt að segja að ég bjóst við einhverju enn þá magnaðra af þessari margumtöluðu og margfalt lofuðu verðlaunabók. Mér fannst þetta gott en það vantaði samt eitthvað upp á að yrði jafn algjörlega uppnuminn og margir virðast hafa orðið. Kannski er ég að missa af einhverju. Kannski er þetta líka gamla dæmið um það þegar maður skrúfar væntingar alveg upp á efsta stig – stundum er betra að koma bara með tómt borð að svona lestri og láta koma sér jákvætt á óvart.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s