Flagermusmanden eftir Jo Nesbø

Fyrsta bókin í seríu um rannsóknarlögreglumanninn norska Harry Hole eftir Jo Nesbø sem af sumum er sagður sá fremsti í skandinavíska krimmanum í dag. Einn af þeim sem sagður er vera ,,næsti Stieg Larsson“ þegar hann er kynntur á alþjóðlegum markaði. Það er reyndar sagt um nánast alla skandinavíska krimmahöfunda í dag sem á að selja alþjóðlega. Í tilviki Jos Nesbø er ekkert til í því að hann sé næsti Stieg Larsson, einfaldlega af því að það er ekkert sem sameinar sögur þeirra, nema að þær falla í sama landfræðilega flokk í krimmabókmenntunum.

Ég var dálítið forvitinn um Nesbø og ég er frekar einrænn á það að byrja krimmaseríur á byrjuninni, vitandi það að fyrstu verk slíkra höfunda geta haft ansi mikinn byrjendabrag á sér og þar af leiðandi flæmt hann frá framhaldinu. Það gerðist t.d. þegar ég las á sínum tíma fyrstu Ian Rankin-bókina – mér fannst hann lélegur en hefði sjálfsagt átt að gefa honum byrjendaafslátt.

Það sama verð ég að gefa Nesbø núna. Flagermusmanden er nefnilega frekar léleg og það er ekkert í henni sem sannfærir mann um að þessi sé bestur í norræna krimmanum um þessar mundir. En hann á skilið annan séns – einhvern tíma seinna.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s