Furðustrandir eftir Arnald Indriðason

Ekki er ólíklegt að hér sé um að ræða lókatóninn sem sleginn verður í sögu Erlendar Sveinssonar. Eiginlega alveg víst. Ákveðnum hring er lokað sem í raun hefur alltaf legið að baki glæpasögunum, þessi baklæga frásögn um harmleik Erlendar Sveinssonar. Þegar maður les Furðustrandir sér maður betur en nokkru sinni fyrr að Arnaldur er Indriðason G. Þorsteinssonar. Margt í þessari bók er eins og endursögn alls þess harms og rótleysis sem oftar en ekki plagar sögupersónur Indriða G. þar sem atburðir og örlög ráða því að ekki er lengur fært til sveita og fólk er nauðbeygt til borgarvistar í henni Reykjavík.

Furðustrandir er kannski ekki síður hrakningasaga en glæpasaga og því ef til vill bók sem Erlendur hefði haft smekk fyrir sjálfur. Aftur er kastljósinu beint að Erlendi sem gerir þessa bók langtum betri þeim tveimur sem komu á undan þessari sem voru álíka áhugaverðar og Taggart-þættirnir eftir að Taggart dó. Sögur sem alveg má hlaupa yfir, eiginlega bara tímaeyðsla.

Þessi er hins vegar afar fín, sjálfsagt með þeim allra bestu í þessum bókaflokki sem nú telur, held ég, einar þrettán bækur.

Eiginlega vona ég að Arnaldur ljúki hér sögunni af Erlendi. Það er nefnilega varla hægt að halda áfram eftir þetta og þessi bók er viðeigandi endir.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s