Péturspostilla eftir Pétur Gunnarsson

Keypti mér þetta greinasafn Péturs frá því í fyrra á flugvellinum þegar ég var á leið úr landi í vor. Er búinn að vera að narta svona í grein og grein síðan og nú er ég s.s. búinn með þessar rúmu tvöhundruð síður af greinum eftir Pétur.

Það er auðvitað frábært að fá svona greinasöfn helstu höfunda okkar til þess að kynnast skoðunum, hugmyndaheimi og sýn þeirra. Mætti auðvitað gera meira af því, þó að reyndar sjáist m.a. af þessari bók að stundum eru greinar skammlífur litteratúr sem betur henta sem ádrepur eða athugasemd um atburði liðins tíma og líta því betur út á dagblaðapappír en mörgum árum síðar þegar þeim er loks safnað í bók sem þessa.

Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að ég hafi lagt í lestur bókarinnar allrar þá er ég ekki nema takmarkað hrifinn af Pétri sem greinahöfundi. Finnst þetta langt frá því að vera ein af hans sterku hliðum. Allt of sjaldan á þessum rúmu tvöhundruð síðum hreif hann mig með hugmyndum sínum og nálgunum eða stílsnilld og allt of sjaldan gerði hann það sem góðir greinarhöfundar gera; hrista upp í manni, kynna mann fyrir nýju sjónarhorni, blása manni anda í brjóst og sannfæra mann eða láta mann efast um eitt eða annað.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s