En fortælling om hr. Roos eftir Håkan Nesser

Þriðja bók af fjórum í kvartett Håkans Nessers um rannsóknarlögguna Gunnar Barbarotti. Datt niður í þessa seríu í sumar og er sem sagt núna búinn með þrjá fjórðu af þessu.

Þetta er áfram bara nokkuð gott hjá honum, fínt að hlusta á í dagsins önn. Sögurnar eru oftar en ekki mjög hægar framan af og þessi á það sameiginlegt með þeirri fyrstu að það er eiginlega ekki fyrr en um miðja bók sem sagan verður að glæpasögu. Håkan Nesser er fínn sögumaður og þessi hægagangur verður þar með ekkert vandamál, eiginlega bara kostur.

Annars ekki mikið um þetta að segja – ekki annað en það að Håkan Nesser er líklega meðal þeirra frambærilegustu í norræna krimmanum. Kannski bara bestur.

Tek örugglega til við lokahlutann um Barbarotti einhvern tíma eftir ekki svo langan tíma.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s