Dét, Svend mener, er… eftir Hans Mortensen

Alltaf er hann sívirkur áhugi minn á norrænni pólitík og ævisögum og viðtalsbókum við þessa helstu pólitíkusa, bæði þá og nú.

Svend Auken, danski sósíaldemókratinn, er vafalaust meðal þeirra stærstu síðustu áratugina hjá dönsku sossunum. Hann tilheyrði kvartettinum sem deildi og drottnaði í flokknum í tuttugu ár, frá því að Anker Jørgensen hætti 1987 og allt fram á fyrstu ár 21. aldarinnar. Hinir í kvartettinum voru Ritt Bjerregaard, Poul Nyrup Rasmussen og Mogens Lykketoft.

Svend Auken dó úr krabbameini 2009 og þessi viðtalsbók var gefin út að honum látnum og vinnan við hana stóð þegar ljóst var í hvað stefndi. Þetta er þó engin uppgjörsbók beinlínis en það er þó farið ansi vítt yfir sviðið og það er þarna ansi hreint mikilsvert og góð greining viðmælandans á eigin hlutverki og sögu í pólitíkinni og eiginlega enn betri greining á hlutverki og sögu danskra sósíaldemókrata, stundum sett í samhengi við sósíaldemókrata annars staðar í heiminum, einkum í Skandinavíu.

Maður er eiginlega sammála öllu því góða sem frá Auken kemur í þessari bók, þó auðvitað ekki öllu. Hann minnist t.d. varla orði á kvenréttindabaráttu. Þetta er fínt testamenti fyrir alla sem hafa áhuga á stjórnmálum og stjórnmálasögu Danmerkur og Norðurlanda og góð greining á sósíaldemókratismanum og þeim pragmatisma sem sú stefna aðhyllist þar sem ávallt skal finna jafnvægið milli sósíalískra og kapítalískra gilda.

Mjög fín bók.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s