Afleggjarinn eftir Auði Övu Ólafsdóttur

Afleggjarinn hefur lengi beðið eftir mér uppi í bókahillu, ég hef verið staðráðinn í að lesa hana en bara vantað réttu stundina til þess.

Þetta er bók sem fyrst og fremst hefur spurst vel út, ekki bara á Íslandi, heldur víða um lönd. Það er engin furða. Þetta er skáldsaga sem hefur sig yfir margan íslenskan skáldskap sem aldrei getur talað um annað en lóna í eigin nafla. Jú, og hneykslast á góðærinu – nóta bene, eftir á…

Þessi bók leitar á mann, maður pælir í henni fram og til baka, bæði meðan á lestri stendur og eftir að honum lýkur. Ég lagðist í smá grúsk eftir lesturinn og endurnýjaði kynnin við það sem um hana hefur verið skrifað og það sem höfundurinn sjálfur hefur sagt um hana. Margt er þar athyglisvert. Til dæmis hvernig einhverjir hafa kosið að horfa til kyns aðalpersónunnar og hversu sérstök karlmennska aðalsögupersónunnar er, rúmlega tvítugs stráks, einnig hversu vel Auði tekst til við að smíða sinn strák.

Ég veit ekki hvað á að vera svona óvenjulegt við karlmennskuna hjá þessum strák, nema þá að mín karlmennska sé óvenjuleg líka. Það má svo sem vera. Hitt veit ég að Auður Ava skapar mjög sannfærandi karakter sem maður samsamar sig við og fylgir algjörlega eftir.

Táknin eru út um allt í þessari sögu og eru sjálfsagt freistandi grúsk fyrir bókmenntafræðinga, sem reyndar hafa þegar, margir hverjir, spreytt sig á því að túlka verkið. Sögusviðið er heillandi og gangur sögunnar er magnþrunginn. Sagan er afskaplega vel skrifuð, blátt áfram í stíl.

Afleggjarinn er á hærra plani en mest af gámafyllum sem koma út af íslenskum skáldskap ár hvert, heillandi saga sem segir manni margt og maður skilur fullkomlega að afkimar hér og þar um heiminn séu að taka til sín þessa staðlausu sögu um rauðhærða strákinn sem fer út í heim með rósir í bakpokanum.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s