Konur eftir Steinar Braga

Í vikunni heyrði ég dúettinn í Kiljunni halda því fram að þessi bókajól væru líklega þau bestu langalengi. Einhvern veginn finnst mér ég hafa heyrt þetta áður, jafnvel svo gott sem árlega.

Þegar maður hefur fylgst grannt með íslenskri bókmenntaumræðu um nokkuð skeið þá rennur það alltaf betur og betur upp fyrir manni hvað það virðast mörg tímalaus snilldarverk og instant klassíkur koma út á Íslandi á hverju ári. Einhvern tíma hélt maður að fullt hús í stjörnugjöf væri bara gefið fyrir nánast fullkomin listaverk en því er nú sallað á fjölda bóka ár hvert og manni virðist sem að minnsta kosti helmingur þeirra bóka sem út koma í hverju jólabókaflóði fái þá dóma að um mikið gæðaverk sé að ræða. Vonandi fyrirgefst mér neikvæðnin, en ég fullyrði það hreinlega að hér sé um að ræða óðaverðbólgu í stjörnugjöf – íslenskar bókmenntir eru sumar ágætar en snilldarverkin skipta, vægast sagt, ekki tugum ár hvert. Svo mikið er víst.

Ég segi þetta vegna þess að ég er nýbúinn með Konur eftir Steinar Braga sem hlaðin var gríðarlegu lofi í flóðinu 2008 og mánuðina eftir það. Lestur er auðvitað persónubundin upplifun en ég kemst sjálfur ekki að annarri niðurstöðu en að allt í kringum þessa bók hafi líklega á sínum tíma verið dálítið hæp.

Konur er vissulega um margt athyglisverð og sterk skáldsaga og margt er þar vitanlega umhugsunarvert. En eitthvað gerir það að verkum að hún nær mér ekki. Ekki af því að boðskapurinn fari framhjá mér, ekki af því að ég er svona harðbrjósta (held ekki alla vega), kannski fyrst og fremst vegna þess að mér finnst þetta ekki alveg nógu góður prósi. Svo er ég ekki svo viss um að mér finnist boðskapurinn í sögunni neitt sérlega sterkur og vegna þess hversu eintóna passivítet aðalpersónunnar er, þá hreyfir það kannski ekkert sérlega við manni.

Nú kann að vera að annar lestur myndi vekja eitthvað upp hjá manni og að sagan marinerist í hausnum næstu daga og þá endurmeti maður hana og sjái eitthvað nýtt og flott í henni. En núna að nýloknum lestri þá verð ég að segja að ég bjóst við mun meiru. Ég er þó áfram klárlega forvitinn um Steinar Braga sem höfund.

Auglýsingar

Ein athugasemd

Filed under íslenskar bókmenntir, skáldskapur

One response to “Konur eftir Steinar Braga

  1. Ég var hrifinn af Konur (á ég að fallbeygja nafn bókarinnar?), ekki síst vegna þess að mér fannst hún skemmtilega dökk og öðruvísi en flestar íslenskar bækur. Er að lesa Hálendið núna og líst vel á það sem komið er. Mér finnst Steinar Bragi helst vanta að lýsa umhverfi betur, í Hálendinu eru t.d. mörg fullkominn tækifæri til að gerast „stílisti“ eða bara leyfa sér aðeins að hægja á atburðum með því að láta umhverfið njóta sín.

    En Steinar Bragi er klárlega einn af áhugaverðustu rithöfundum okkar þessa dagana.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s