Jag är inte rabiat. Jag äter pizza eftir Niklas Orrenius

Það er alltaf viss debatt í gangi um það hvort rétt sé að þegja í hel fyrirbæri eins og þjóðernisíhaldsflokkinn Sverigedemokraterna í Svíþjóð.

Blaðamaðurinn Niklas Orrenius hefur alla vega ákveðið að gera það ekki, svo sannarlega ekki, því að hann hefur nánast helgað sig flokknum í röð umfjallana fyrir dagblað sitt, hið skánska Sydsvenskan.

Þessum umfjöllunum var safnað saman í bókina Jag är inte rabiat. Jag äter pizza, sem kom út fyrir tveimur árum.

Hér kennir margra grasa. Orrenius er alls ekki í neinni varnarstöðu fyrir Sverigedemokraterna en hann er samt að reyna að fjalla um flokkinn á sanngjarnan hátt og velta hlutum upp eins og þeim hvort að réttlætanlegt sé, eins og gerst hefur, að meðlimum flokks sem starfar lýðræðislega sé sagt upp störfum hjá hinu opinbera vegna þátttöku sinnar í flokknum. Við sem ekki höfum samúð með Sverigedemokraterna eða öðrum álíka flokkum með afgerandi skoðanir í t.d. innflytjendamálum höfum gott af því að velta þessu fyrir okkur líka.

Maður verður margs fróðari um þennan flokk sem reynt hefur undanfarin ár að gera hreingerningu og verða það sem heitir á danskri stjórnmálatungu ,,stueren“, þ.e. húsum hæfir. Að ýmsu leyti hefur það alla vega tekist það vel að Sverigedemokraterna eru komnir inn á sænska þingið en Orrenius sýnir samt sem áður fram á það hversu örþunnt lag maður þarf að skrapa af til að koma niður á ansi skítugt og ólekkert undirlag.

Þetta er ágætis greinasafn, kemur reyndar kannski ekkert rosalega sterkt út á bókarformi, en er samt um margt fróðlegt og fínt.

2 athugasemdir

Filed under erlendar bókmenntir, fræðibækur

2 responses to “Jag är inte rabiat. Jag äter pizza eftir Niklas Orrenius

  1. Bakvísun: Bók um Sverigedemokratarna | „Frændur vorir…“

  2. Bakvísun: Loreen ekki nógu sænsk | „Frændur vorir…“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s